Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 125
STEFÁN KARLSSON
MISSKILIN ORÐ OG MISRITUÐ í
GUÐMUNDARSÖGUM
1. ÓLATR — ÓLÁTR
í útgáfu Guðbrands Vigfússonar og Jóns Sigurðssonar á Guðmundar
sögu biskups “hinni elstu” segir svo um Guðmund í æsku:1
. . . ok tekr íngemundr föðurbróðir hans við honum, at kenna
honum ok fóstra hann, ok tekr hann þat fyrst í föðurbétr, at hann
var barðr til békr; hann var ólatr mjök, ok þótte þat þegar auðsétt,
at honum munde í kyn kippa um athöfn hans ok ódélleika, þvi at
hann villde ráða at sínum luta, ef hann métte, við hvern er hann
átte, en fire þat var fóstre hans harðr við hann ok réð honum mjök.
í þessari útgáfu Guðmundar sögu er hvorki stafsetning aðalhandrits
(AM 399 4to) óbreytt né samræmd stafsetning forn, heldur er farið bil
beggja, og meðal samræmdra atriða er notkun brodds sem lengdar-
merkis.2 Svo er því að sjá sem útgefendur hafi hugsað sér að Guð-
mundur sé hér sagður hafa verið ‘ólatur’.
í orðabók Fritzners3 er lýsingarorðið ‘úlatr’ í tveim merkingum, (1))
rask, ivrig” og “2) trodsig, stridig, egensindig, uvillig til at f0ie sig efter
andre”. Tekin eru upp tvö dæmi um orðið í síðarnefndu merkingunni
og vísað til þess þriðja.
Annað dæmið sem upp er tekið er úr þeim pósti Guðmundar sögu,
sem birtur er hér að framan, hitt úr Martinus sögu byskups III:4
B. var maðr skapbráðr ok ólatr ok óhlýðinn Martino.
Þau sambönd sem umrætt lýsingarorð stendur í benda ótvírætt til
þess að hér eigi ekki að lesa ‘ólatr’ heldur ‘ólátr’, og svo hefur a. m. k.
1 Biskupa sögur I (Kmh. 1858), 416.
2 f AM 399 4to er broddur lítið notaður og ekki alltaf sem lengdarmerki. Ekki
eru löng hljóð heldur greind frá stuttum með tvíritun.
3 Ordbog over Det gamle norske Sprog, 2. útg. (Kria 1883-96). , , ,
4 Heilagra manna sögur, útg. C. R. Unger, I (Kria 1877), 633. í útgáfunni
stendur “olatr”, og svo stendur í handriti sögunnar, Perg. fol. nr. 2, f. 7va.