Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 146
142
GRIPLA
D. Ég hélt, að þú mundir leyfa öðrum að vera syndugir (Mh.)
(Ég hélt, að þú mundir leyfa öðrum að vera syndugum)
E. Ég reyndi eftir megni að fá hann til að vera vingjarnlegur
við þig (Hin sterkari. Sjónv. 29.11.1976)
(Ég reyndi eftir megni að fá hann til að vera vingjarnlegan
við þig)
Athyglisvert er, að í öllum dæmanna er notuð óbeygð sagnfylling,
þótt einnig virðist kleift að nota beygða sagnfyllingu, eins og tilbúnu
dæmin innan sviganna gefa til kynna, en þau voru að sjálfsögðu borin
undir dóm málhafa og flestir töldu þau tæk, en kannski ‘dálítið
óvenjuleg.’
Með tilliti til umsagnar málnotenda og með tilliti til þess, að dæmi
með beygðri sagnfyllingu eru alltíð, virðist einboðið að líta svo á, að
báðar gerðir setninga séu góðar og gildar. Báðar gerðir eru eins í djúp-
gerð — eins og sýnt var fram á í II. kafla — mismunurinn tekur aðeins
til yfirborðsgerðar. Á sama hátt og sagnir, sem taka með sér þolfall með
nafnhætti, eru merktar með tilliti til brottfalls nafnháttarmerkis og
beygðrar sagnfyllingar, þá má hugsa sér, að aðrar sagnir séu merktar
með tilliti til þess, að nafnháttarmerkið helzt með nafnhætti og valfrjálst
er, hvort sagnfylling er beygð eða óbeygð.
Það sem sagt var hér að ofan um beygða/óbeygða sagnfyllingu með
nafnhætti, gildir fyrst og fremst um sagnir, sem stýra þolfalli. Beygð
sagnfylling með sögnum, sem stýra þágufalli, er mun sjaldgæfari en með
sögnum, sem stýra þolfalli. Allmörg dæmi um beygða sagnfyllingu með
sögnum, sem stýra þágufalli, hafa þó orðið á vegi mínum, t. d.
F. Á heimleiðinni sagði Lísa Andra að liggja alveg kjurum
(Punkt.p.k.s., bls. 105)
G. Þeir skipuðu okkur að leggjast flötum á gólfið (Mbl.)
Setningar með beygðri þágufallssagnfyllingu virðast ekki aðeins
sjaldgæfari, heldur eru þær í vissum skilningi síður tækar en sagnir með
þolfallssagnfyllingu. Auðvitað er hæpið að reyna að meta, hvort ein
setning er síður tæk en önnur, en það hefur þó verið reynt.10 Það, sem
hér er átt við með ‘síður tækar’, er það, að þeir málnotendur, sem
spurðir voru álits á setningum með þolfallssagnfyllingu og þágufalls-
sagnfyllingu, voru oftast í vafa um, hvort þágufallssagnfylling væri tæk
io Sjá Chomsky 1961.