Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 152
148
GRIPLA
jafngilda tíðarsetningum en ekki afleiðingarsetningum eins og sagnfyll-
ing með andlagi. Þetta atriði verður þó ekki rætt nánar hér, enda sam-
beygist viðurlag því orði, sem það vísar til, líkt og andlæg sagnfylling.
Af framansögðu má draga þá ályktun, að breyting hafi orðið á yfir-
borðsgerð setninga af þessu tagi frá fornmáli til nútímamáls. A hinn
bóginn er unnt að breyta orðaröð setninganna í II að fyrirmynd setn-
inga 1.3 a-b án þess að merking raskist, og þá voru flestir, sem spurðir
voru, á einu máli um það, að nota bæri viðeigandi aukafall. Dæmi:
D. Mér þykir leiðinlegt einum að lesa
E. Hann langar ríkan að vera
F. Mig langar einan að lesa bókina
Setning F er að vísu tvíræð, þ. e. einan merkir annað hvort 1) aleinn
eða 2) út af fyrir mig, én ekki skiptir það máli í þessu sambandi, því að
um er að ræða tvö mismunandi les, en ekki mismunandi gerð setninga.
Með tilliti til dæma II og sömu dæma með breyttri orðaröð, sem í
vissum skilningi er óeðlileg, þ. e. hún er ekki sú algengasta, virðist ljóst,
að máli skiptir, hversu nálæg sagnfylling er viðmiðunarorðinu. Fjarlægð
sagnfyllingar frá viðmiðunarorði virðist stuðla að rofi tengsla þeirra á
milli, tengsla, sem annars koma fram í sambeygingu. Þessi staðreynd
gæti varpað ljósi á tilvist dæma I.3., þar sem viðmiðunarorð er fallið
brott, en breytir engu um reglur um þetta atriði í nútíma íslenzku, þar
sem telja má einhlítt, að sagnfylling með nafnhætti í ópersónulegum
setningum standi í nefnifalli.
Ekki skal getum að því leitt, hvað þessari breytingu veldur, en þó má
benda á tvö atriði, sem máli kunna að skipta. í fyrsta lagi er algengt að
sleppa viðmiðunarorðinu, þannig að sagnfylling fær sjálfstæðara gildi,
sbr. t. d. dæmi 1.2 og II.3. í öðru lagi kunna sagnir, sem eru svipaðrar
merkingar og t. d. langa, þykja og finnast, en taka með sér frumlag í
nefnifalli, þ. e. eru persónulegar, að hafa haft einhver áhrif. T. d. mætti
bera eftirfarandi setningar saman við setningar II.c, e og f:
G. Eg vil lesa bókina einn
H. Hann ætlar að vera ríkur
I. Ég álít nauðsynlegt að vera einn
í dæmum G og H er viðmiðunarorðið í nefnifalli (ég, hann), en í
dæmi I gæti frumlagið (ég) virkað sem viðmiðunarorð.