Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 133
MISSKILIN ORÐ OG MISRITUÐ í GUÐMUNDAR SÖGUM 129
fengit, sjá [þeir] brátt hvar líkaminn liggr í kafi, ok þó upp flotnaðr
af mesta djúpinu.
Fritzner þýðir ‘dauðasteytr’ “dræbende St0d eller Fald”, og Guðbrand-
ur vísar til samsetninganna ‘dauðaslag’ og ‘dauðaskellr’ og þýðir “death-
blow”. Ugglaust er rétt að -‘steytr’ merkir hér “skellur” í samræmi við
fyrri merkingu sagnarinnar ‘steyta’.
Kvenkynsorðið ‘steyting’ er ekki að finna eitt sér í fornmálsorðabók-
um, en hjá Fritzner er samsetta orðið ‘kafsteyting’, “Handlingen at
styrte en ned i Vandet, hvor der er dybt, og han er udsat for at synke
tilbunds”, og hjá Guðbrandi ‘ásteyting’, “a stumbling”, sem hann hefur
þó ekki dæmi um úr fornmáli. í fyrra orðinu tengist -‘steyting’ fyrri
aðalmerkingu sagnarinnar ‘steyta’, og ‘ásteyting’ á sér samsvörun í
orðasambandinu ‘steyta á e-u’, “rekast á e-ð”, en um það samband
hafa orðabækur ekki dæmi úr fornmáli. Jón Þorkelsson19 hefur dæmi
frá 19. öld um ‘steyting’ í merkingunni “Stpden, Stpdning”, og OHÍ
hefur dæmi um það sama frá 18. öld, en öll eru þessi dæmi úr þýðing-
um. Undir ‘steyting’ í þessari merkingu hefur Sigfús Blöndal dæmið
steyting skips á skeri, en auk þess nefnir hann orðasamböndin ‘steyting
byssu’, “Laden af et Gevær; Fælden Bajonet”, og ‘steyting hnefa’,
“Knytten af Næven, Truen med den knyttede Næve”.20 Loks er þess að
geta um kvenkynsorðið ‘steyting’ að OHÍ hefur eitt dæmi um fleirtölu-
myndina steytingar í kvæði eftir Stephan G. Stephansson í sömu merk-
ingu og ‘steytingur’ eða ‘steyta’ um kaldan vind.
Eftir þessa könnun skyldra orða skal reynt að komast að merkingu
karlkynsorðsins ‘steytingr’ í póstinum úr Guðmundar sögu, sem til-
greindur var í upphafi þessarar greinar eftir Biskupa sögum og leið-
réttur eftir handritum. Tvöfaldar merkingar sagnarinnar ‘steyta’ og
nafnorðsins ‘steytr’ þegar í fornu máli valda því að torvelt væri, ef ekki
væri annar texti til samanburðar, að skera úr um það með vissu hvort
19 Supplement til islandske Ordbpger III.2 (Rv. 1894-97).
20 Þessi notkun nafnorðins ‘steyting’ mun aldrei hafa verið algeng, enda hefur
orðið ekki fengið inni I orðabók Menningarsjóðs. Orðasambandið ‘steyta byssu’,
“hlaða byssu”, hefur verið nokkuð algengt (fyrir daga skothylkja?), og ‘steyta
hnefa’ er algengt enn. Frummerkingin í ‘steyta’ í báðum tilvikum er trúlega “troða
í/út”, og tengist síðarnefnda orðasambandið þannig samböndunum ‘steyta kálfa’
°- fh, sem nefnd vóru í 15. nmgr.
Gripla 9