Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 74
70
GRIPLA
sju översáttningar’. í síðari rannsókn sinni sýnir Hallberg samstöðu
Duggals leiðslu við Tristrams sögu að því er varðar tíðni hinna dæmi-
gerðu orða.108 Hann telur þar sennilegt að sami andans maður og þýddi
Tristrams sögu hafi þar haldið á fjöðrinni.
Paul Schach hefur í nýlegri grein fetað í fótspor Hallbergs og kannað
staðtölulega nokkur atriði máls og stíls þessara sjö riddarasagna.109
Niðurstöður hans benda í sömu átt og rannsóknir Hallbergs höfðu sýnt,
en hann tekur nokkuð dýpra í árinni. Hann er sannfærður um að tvö
einkenni í stíl þessara sjö sagna vísi til þess að einn maður hafi þýtt
þær. Þessi einstaklingsbundnu einkenni eru að hans dómi fyrst og
fremst háttbundin notkun stuðlaðra andstæðna eða hliðstæðna og svo
hvernig smáorðið þegar er brúkað í setningum eins og:110 ‘Þessu játaði
herra Valver ok þegar fór riddarinn í brott; en Valver bjóst þegar ok
hafði þá VII skjaldsveina með sér . . .’ Schach viðurkennir þó að auð-
velt hafi verið að líkja eftir þessum stílbrögðum.111
Könnun þeirra Schachs og Hallbergs getur verið ávitull um það að
umræddar sjö riddarasögur hafi upphaflega verið skrifaðar á sama
tímabili og að öllum líkindum í svipuðu menningarumhverfi. í annan
stað sýna rannsóknir þeirra að nokkur hluti hefðbundins orðaforða og
stíleinkenna hefur sennilega haldist óbreyttur í uppskriftum.
8
Fyrstur til að efast um heimildargildi klausunnar framan við Tristrams
sögu var Thorkil Damsgaard-Olsen. Honum fannst að sagan, eins og
hún er nú varðveitt, ætti fremur heima í flokki með skrúðsstílsverkum
14. og 15. aldar; að stíl væri sagan lík Clari sögu og íslensku viðbótinni
við Elis sögu og Rósamundu. Hann lét einnig í ljós vafa um að sagan
væri runnin frá norskri þýðingu á kvæði Thomasar.112 Tveitane dregur
108 Asamt Duggals leiðslu sýnir Antonius saga svipaða notkun hinna dæmi-
gerðu orða. I þessari rannsókn styðst Hallberg við útgáfur Ungers á Heilagra
manna sögum.
109 P. Schach, Some Observations on the Translations of Brother Róbert, Les
relations, 118-133.
110 Sbr. Schach, tilv. rit, 132. Dæmið er úr Parcevals sögu, útg. Kölbings
(Riddarasögur, Strassburg 1872), 42. í grein Schachs, 120. bls. hefur slæðst með
meinleg prentvilla, þar stendur ‘skáldsveina’ í stað ‘skjaldsveina’.
111 Schach, tilv. rit, 132.
112 Norrt/m Fortœllekunst (Kþbcnhavn 1965), 116.