Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 151
UM SAGNFYLLINGU MEÐ NAFNHÆTTI
147
g) Hann langar að vera jorstjóri Mh.
(?Hann langar að vera jorstjóra)
h) (Ekki er henni vorkunn að vera eirí)
Ekki er henni vorkunn að vera einni Mh.
I fornu máli lagaði sagnfylling með nafnhætti í ópersónulegum setn-
mgum sig að viðmiðunarorði í móðursetningu, ef því var ekki sleppt,
st>r. I, 1 a-c. Dæmi 1.1. d. og e. hafa nokkra sérstöðu vegna orðaraðar,
en að því atriði verður vikið sérstaklega síðar. Ef verknaðarathöfn
nafnháttar er hins vegar almenns eðlis, ef hún er ekki tengd neinni
ákveðinni persónu eða hlut, þá stendur sagnfylling oftast í nefnifalli,
sbr. dæmi 1.2. a-b. Fyrir kemur þó einnig, að sagnfylling í slíkum sögn-
nm lagar sig í falli að viðmiðunarorði, sem gera verður ráð fyrir, að
liggi til grundvallar, sbr. dæmi 1.3. a-c. Þó verður að hafa sama fyrir-
vara á um dæmi I.2.-I.3. og um dæmi 1.1. d. og e., þ. e. orðaröð kann
að skipta hér máli.
Loks má benda á þann möguleika, að í einstökum dæmum kunni að
gæta erlendra áhrifa. T. d. er dæmi I.l.a. þýðing úr latínu: Melius est te
esse bonum. En slíkar skýringar hrökkva vitaskuld skammt um flest
dæmanna, t. d. 1.1. b. og d.
I nútíma máli stendur sagnfylling með nafnhætti í ópersónulegum
setningum yfirleitt alltaf í nefnifalli. Úr nútíma máli hef ég aðeins eitt
dæmi um sagnfyllingu í aukafalli (h) og nánast allir, sem spurðir voru,
kusu fremur að nota nefnifall í dæmum II; aðeins einn taldi dæmi II.a.2.
mögulegt, en allmargir töldu dæmi II.h.2 gott og gilt. Ég hef því sett
spurningarmerki við setningar II.a.2.-g.2, en dæmi Il.h. virðist hafa
serstöðu meðal dæmanna. Kann það að stafa af áhrifum frá sögninni
uð vorkenna, sem myndar tengsl við ópersónulega formgerð sagnarinn-
ar vera nteð nafnorðinu vorkunn:
A. (Ég vorkenni henni að vera ein/einni)
B- (Henni er vorkunn að vera ein/einni)
Athyglisvert er, að Smári tilgreinir eitt dæmi um beygða sagnfyllingu
með nafnhætti á eftir ópersónulegri sögn:
C. Hana langaði til að vera einsamla12
Nú ber þess að gæta, að skáletruðu liðirnir í t. d. setningum II.b.
°§ c. eru kallaðir viðurlög í hefðbundinni setningafræði, þar sem þeir
13 Smári 1920, § 92.