Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 51
SVERRIR TÓMASSON
hvenær var tristrams sögu snúið?*
1
Heil er Tristrams saga og ísöndar aðeins til í pappírshandritum, en
brot af sögunni hafa þó varðveist á skinni.1 Fyrir framan söguna í
pappírshandritunum AM 543 4to og ÍB 51 fol.2 stendur þessi klausa:3
Hier Skrifast Sagann af Tristram og Isönd Drottningu j hvórre
talad verdur umm obærelega Ast er þau hófdu Syn a Millumm.
Var þa lided frá hingadburde Christi. 1226 Aar, er þesze Saga var
a Norrænu Skrifud, Efter befalningu og Skipan Virduglegz herra
Hakonar Kongz. Enn Broder Robert efnade og Uppskrifade epter
Sinne kunnattu, med þeszum Ordtókumm sem epterfilger i Sóg-
unne. og nu skal fra Seigia.4
Sú vitneskja sem þessi klausa veitir er nær einstæð í norrænni bók-
Upphaflega var grein þessi samin sem fyrirlestur og flutt í því formi á rann-
sóknaræfingu í Félagi íslenskra fræða 14.4. 1976. Hún hefur tekið allmiklum
hreytingum síðan. Ég vil hér sérstaklega færa Stefáni Karlssyni þakkir mínar.
Hann las þessa grein í handriti og benti mér á fjölmargt sem betur mátti fara.
1 AM 567 4to, Reeves Fragment; bæði þessi brot eru talin vera frá síðari helm-
ln8' U. aldar, sbr. Paul Schach, Some Observations on ‘Tristrams saga’, Saga-
Book XV (1957-61), 104; sami, An Excerpt from ‘Tristrams saga’, SS (Scandina-
vian Studies) 32 (1960), 83-88; sami, ‘An Unpublished Leaf of Tristrams saga’:
AM 567 Quarto, XXII, 2, Research Studies XXXII (1964): ii, 50-62. Þessi grein
var mér ekki tiltæk við samningu þessarar ritsmíðar. Sami, The Reeves Fragment
°f JTristrams Saga ok ísöndar, Einarsbók (Reykjavík 1969), 306.
2 Þessi handrit eru talin vera frá 17. öld. í Handritaskrá Landsbókasafns er ÍB
51 fol. talið vera skrifað ‘ca 1688’, en eftirrit þess IS 8 fol. ‘1729’. Sbr. einnig
Bjarni Vilhjálmsson, Riddarasögur (Reykjavík 1949) I, xix; Schach, Some Obser-
vations, 105.
3 Tekið upp eftir útgáfu Gísla Brynjúlfssonar, Saga af Tristram ok Isönd samt
Möttuls Saga (Kjöbenhavn 1878), 3.
Eugen Kölbing prentar þessa klausu í útgáfu sinni, Tristrams Saga ok ísondar
(Heilbronn 1878), 5, en hann fyrnir málfarið, t. d.: 1226 > MCCXXVI; j hvórre>
1 hverri; befalningu>boði.