Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 94
90
GRIPLA
hafi ekki ávallt átt leið um góðar skrifarahendur. Nokkuð mörg ævin-
týri eru varðveitt í þessu skinnhandriti einu, og gefur auga leið, að vert
muni vera að bera texta þeirra saman við yngri handrit, er slíkra er
kostur.
Við þessa athugun hefur borið fyrir augu nokkrar lestrarvillur í út-
gáfu Gerings á sýslumannssögunni, og skal nú að lokum sagt til þeirra.
Óvíst er að sú talning sé tæmandi: Ger. 1. 26 hræring, les téring; 1. 95
Slær, les Sierr (so. sjá); 1. 104 léttiz, les Leitazst; 1. 150 einu, les einum;
1. 152 pínustöðum, les fimm stodum; 1. 155 sem, les ok.
1.4. Um efni sögunnar. Sýslumannssagan er efalaust náskyld
helgisögunni um Theophilus,12 sem er ein hin víðkunnasta jarteiknar-
saga Maríu guðsmóður. Hún er til á íslenzku í a. m. k. þremur frá-
brugðnum textagerðum varðveittum í Maríu sögu.13
Theophilus er ráðsmaður eða staðarhaldari (vicedominus) við bisk-
upssetur í borg einni í Litlu-Asíu. Eftir andlát biskups síns neitar hann
öllum tilmælum um að taka við embættinu. Sá sem þá verður biskup
sviptir Theophilum forráðastöðunni. Skömmu síðar læðir óvinur mann-
kynsins vondum hugrenningum að Theophilo, og hann leitar á laun til
gyðings nokkurs, hins versta manns, í von um að ná aftur stöðu sinni
og virðingu. Gyðingurinn leiðir hann um nótt á fund myrkrahöfðingjans
sjálfs, sem lofar Theophilo allri hans fyrri dýrð og miklu meiri, ef hann
sverji sér hollustu, afneiti trúnni á guð, og komi til sín við lok hins
jarðneska lífs. Þetta gerir Theophilus skriflega, og djöfullinn tekur
bréfið til sín. Theophilus fær nú aftur stöðu sína og mikil auðæfi og
virðingu. En í ellinni grípur örvæntingin huga hans. Hann leitar þá til
Maríu guðsmóður með ákafri og innilegri bænagjörð. Loks birtist hún
honum, verður við bæn hans og útvegar honum fyrirgefningu guðs. En
hún gerir betur, hún nær líka bréfinu af fjandanum og leggur á brjóst
Theophilo þar sem hann liggur sofandi, vanmegna eftir stríða bæna-
gjörð. Hann gleðst ákaflega, fer með bréfið og játar syndir sínar í
heyranda hljóði fyrir biskupi, sem leggur út af atburðinum. Theophilus
er nú skriftaður, og deyr hann skömmu síðar sælum dauða. Síðar kom
12 Á skyldleikann bendir H. Gering í íslendzkum œventýrum II, bls. 137-138.
13 C. R. Unger, útg., Mariu saga (Christiania 1871), bls. xxxi, 65-69, 402-421,
1080-1104. Sjá einnig Ole Widding, Marialegender, (grein í) KLNM XI (1966),
401-404 og rit sem þar er vitnað til.