Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 49
ÍGRILLINGAR
45
ef vera skyldi að Magnús prúði hafi hirt þaðan þau tvö spakmæli sem
hann eignar Óðni.
Til viðbótar því sem nú hefur verið sagt skulu að lokum tínd saman
þau dæmi þar sem Magnús prúði leggur íslenzkum síðari alda mönnum
orðskviði í munn:
M nr. 22 (bls. 96) Margur er ad orde ei er á borde [ Dade.
S nr. 84 (bls. 123) Sín mier mannin ecki mat keralldit || Gudm(undr)
Aras(on).
T nr. 6 (bls. 135) Trygden er trilld saugd j| biskup Jon Aras(on).
T nr. 14 (bls. 135) Tak ei grásleppu í gull nete ]| Pall Jons(son).
Þ nr. 288 (bls. 160) Þú verdr at baga, þar til þú fær mannvit í maga jj
Páll.
Daði mun vera Daði Guðmundsson í Snóksdal (| 1563), Guðmundur
Arason líklega Guðmundur á Reykhólum (á fyrra helmingi 15du aldar),
Páll eða Páll Jónsson eflaust Staðarhóls-Páll (f 1598), bróðir Magnúsar
prúða. Setning sú sem eignuð er Jóni biskupi Arasyni er úr vísunni
Hnigna tekur heims magn, Biskupa sögur II 573. Um orðskvið Guð-
mundar Arasonar má geta þess að Brynjólfur biskup vitnar í hann,
Safn Fræðafélagsins XII bls. 56, en nefnir engan höfund.
Nafnið Dade, sem hér að ofan er látið fylgja orðskviðnum M nr. 22,
er þannig sett á bókinni, að það gæti eins vel átt við M nr. 21, ‘Madr
er skapadur til ervidis, sem fuglin til flugs’. En það spakmæli er komið
úr annarri átt. Magnús hefur fundið það á þýzkri bók, Dialectica, sem
hann sneri á íslenzku: ‘hann (þ. e. maðurinn) er til erfuidis, suo sem
fuglinn til flugsins, fæddur ordinn’ (Lbs. 2675 4to, bls. 53), eða á frum-
málinu: ‘Er (þ. e. der mensch) ist zu arbeit, wie der vogel zum fliegen,
geboren worden’ (Dialectica . . . durch Ortholphen Fuchsperger, Zurich
1556, bls. 106).
2
í Ævi Snorra goða, ísl. Fomrit IV 186, segir að síðasta vetur sem Snorri
bjó að Helgafelli drap Þorgestur Þórhallsson Víga-Styr mág hans.
Um drápið er getið í Eyrbyggja sögu kap. 56, og síðan sagt að um
vorið eftir færi Snorri til Borgarfjarðar í málatilbúnað eftir víg Styrs
með fjögur hundruð manna. En við Hvítá biðu hans Borgfirðingar og
höfðu meir en fimm hundruð. ‘Þeir Snorri goði náðu eigi at ríða suðr