Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 3

Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 3
eimreiðjn JÓN HELGI 67 daga, þá getum við reitt okkur á að kristin kirkja væri veg- leg og voldug ennþá og enginn líklega í vafa um hvort hann ætti að telja sig kristinn, þó hann máske afneitaði nokkrum þreddum eða skildi þær upp á sína vísu. III. ]ón helgi er einn þeirra fáu, góðu, gömlu íslendinga, sem enn þá lifir, þó 800 ár séu síðan hann dó. Eg á hér ekki við hans ódauðlega líf »annars heims«, sem kallað er. Því þó eg trúi ekki á neinn annan heim en þann, sem við enn þá skynjum að eins pínulítinn hluta af, þá trúi eg að lífið sé ódauðlegt. Lífið er ódrepandi og þá lífið hans ]óns ekki síst. Annað mál kynni að vera um sálina hans ]óns niíns. Vel má vera hún sofi enn um stund eða að mestu leyti. Mér finst ekki spámönnum vorra tíma (né nokkurntíma) hafi tekist að uppvekja heilar sálir heldur að eins sálarslitur. Og 9jarnan finst mér sálin megi sofa stundarkorn — jafnvel miljón ár eru að eins augnablik á eilífðarvísu. Líklega hefir hún gott af því alveg eins og við hressumst af fuglsblund þegar við þreytumst. Sálin vaknar eins áreiðanlega aftur eins og ekkert er nýtt undir sólinni, að alt gengur í bylgjum, alt er á hring- ferð og krafturinn og efnið óforgengilegt. Hver mundi þá efast andann, sem að sjálfsögðu er líka efni og kraftur. Mér líst, að hver sá sem líkt og Hobbi á Hamri leyfir sér að full- Vrða með glamri að líf okkar geti sloknað og sálin týnst, hann e'9i vissulega skilið, að jarðast svo sem greypardjúpt í gólfi u"dir kamri, eins og Bj. Th. kveður að orði. — Um það efast þó enginn, að ]ón helgi lifir enn þá í eidurminningu þjóðar sinnar. Og hann mun lifa jafnlengi og r't þau sem um hann fjalla geymast frá glötun. En hvað skal tann lengi lifa á þá vísu? Skinnhandrit og bækur munu smám saman grotna og molna ' sundur svo ekki verði snipsi eftir. Svona vitunj við að alt fer forgörðum þrátt fyrir eldvarin bókasöfn og balsameringar, °S við furðum okkur ekkert á þó ]eremías yrði sannspár um lerúsalems endalok; en hann var kallaður einn af stærri spá- mönnunum. Hvað er nú orðið eftir af bókmentum Babyloníu og

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.