Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 6
70
]ÓN HELGI
eimreiðiN
látr faðir allra fátækra manna; huggaði ekkjur ok föðurlausa, ok enginn
kom svá harmþrunginn á hans fund at eigi fengi föðurlega huggun a
nokkura lund.
„Hit sama var jafnan lítillæti hans ok huggæði, svá at hann mátti ekki
aumt sjá. Hann fastaði löngum, vakandi bæði nætr ok daga, ok baðst
fyrir, en gerði jafnan til nytsemdar nokkut svá at aldri fann fjand-
inn hann iðjulausan. En hvat sem hann gerði, vóru hans varir aldri
kyrrar at guðs lofi“. —
En svo sem hirðirinn var, svo var hjörðin. Allir keptust unt
að hlusta á og hlýða boði og banni hins blessaða ]óns. Agæt-
ismenn komu til staðarins eins og Ríkini prestur og Gísli hinn
gauski sem hjálpuðu biskupi til að gera garðinn frægan. —-
Illugi prestur Bjarnarson hafði sýnt það örlæti og göfug-
lyndi »fyrir guðs sakir ok nauðsyn heilagrar kirkju« at rísa
upp af föðurleifð sinni og gefa Hólastað fyrir biskupssetur.
Vandaða kirkju lét biskup gera á Hólum og valdi til besta
smið sem þá var völ á, en lét sækja viðinn sunnan Kjalveg
frá Eyrarbakka.
Latínuskóla og prestaskóla stofnaði hann á staðnum og til
þessarar menningarmiðstöðvar streymdi fólkið hvaðanæva af
öllu Norðurlandi sumpart til að sækja tíðir um hátíðir og er
sagt að stundum hafi þar á páskunum komið »eigi minna en
fjögur hundruð bæði kvendi ok kallar«, en sumpart flyktist
fólk til staðarins sem tóku þar bólfestu og bygðu sér þar
einsetukofa til að njóta blessunar biskups.
Og ekki vantaði gestrisnina hjá þeim góða Jóni. Að vísu
höfðu margir vistir með sér, þeir er til tíða komu, »en hinir
voru þó fleiri, er herra biskup fæddi fagurliga, bæði með
líkamligum krásum ok andligum, ok þeir styrktir biskupligr'
blessan fóru fagnandi heim til sín«.
Ekki má heldur gleyma því stórvirki Jóns, að hann stofn-
aði fyrstur klaustur og munkareglu hér á landi þar sem
hann kom á fót Þingeyraklaustri. Eigum við honum þvl
fremur öðrum að þakka hið iðjusama mentalíf, sem í klaustr-
unum þróaðist og varð ómetanlegt fyrir varðveislu fornbók-
menta vorra.
Svo segir Gunnlaugur munkur:
Hér mátti sjá um öll hús biskupsstólsins'mikla iön ok athöfn: Sumir
lásu heilagar ritningar, sumir rituðu, sumir sungu, sumir námu ok surmr