Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Side 7

Eimreiðin - 01.03.1922, Side 7
eimreiðin JÓN HELGf 71 Uendu. Engi var öfund þeirra í millum eöa sundurþykUi, engi ágangr eða þrætni, hverr vildi annan sér meira háttar; hlýðni hélt þar hver við annan ok þegar signum var til tíða gjört, skunduðu allir þegar úr sínum smákofum til kirkjunnar, sætligan seim, sem þrifit bý flugi til býstokks heilagrar kirkju með sér berandi, hvert þeir höfðu saman borit or lvstuligum vínkjallara heilagra ritninga". — V. Aldrei hefir nokkurt kristninnar höfuðból verið betur setið hér á landi en Hólastóll undir handleiðslu ]óns biskups og megum við, sem nú lifum, öfunda.fólk þeirra tíma, sem áttu kost á að kynnast jafn glæsilegum höfðingja og Jón var og allri hans góðu stjórnsemi og aga. Og sennilega hefir kristin- dómurinn sjaldan átt jafn auðsveipa áhangendur. En þessi hlýðni og auðsveipni fólksins var ekki einungis að þakka skörungskap ]óns, heldur því að hann flutti landi sínu hina kristnu útlendu menning eins og hann hafði kynst henni í allri sinni dýrð á ferðum sínum. Jarðvegurinn var undirbúinn frá dögum Stefnis og Þangbrands af ýmsum trú- boðum, klerkum og útlendum biskupum, sem hingað voru sendir, og trúin á öll hin fögru fyrirheit um tímanleg og and- leg gæði, sem kristindómurinn gaf, hafði stórum vaxið eftir því sem hingað 'bárust fréttirnar um vaxandi vald og gengi kirkjunnar í öllum löndum. Það var um þessar mundir sem páfaveldi stóð með mestum blóma og bauð keisurum og kóng- um byrginn, og einhuga áhugi breiddist um öll lönd að menn skyldu fara til landsins helga, vinna það úr Hundtyrkjans höndum og stofna allsherjar guðsríki á jörðu. »Guð vill það« hrópaði fólkið, og fór á stað. Jón hafði kynst eldmóði krossfaranna og eflaust langað með í leiðangur austur, en hann mátti ekki hafna sínu biskups- dæmi á Hólum. Hann hafði numið alt sem nýtilegt var í hinni kristnu menning þeirra tíma og þar að auki gengið í Svartaskóla með Sæmundi fróða. Hann hafði líka lært það, að sé trúin nógu sterk má nota hana til að flytja fjöll í huga fólksins. Og hann var nógu stórhuga þegar í byrjun síns biskups- dóms að prófa kraftana. Tækifærið lét ekki bíða sín.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.