Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 9
eimreiðin ]ÓN HELGI 73 meinsemda fyrir hans blessaða handaátekning ok yfirsöngva«. Þó er sagan svo fáorð um þessar lækningar hans i lifanda Hfi í samanburði við öll þau dæmi sem tilfærð eru um lækn- ■ngar fyrir áheit á hann látinn, að manni verður að efast um að mikil brögð hafi verið að lækningum sem verulega kvað að — annars hefði þeirra vissulega verið getið honum til vegsauka. Það er að eins getið tveggja. Sauðamaður hans fcer tungumein (fyrir gálaust hjal og vanrækslu á að sækja aftansöng). Biskup miskunnar sig yfir sjúklinginn, strýkur tung- una og blessar, svo að batnar. Hinn sjúklingurinn er geð- veikur. Honum batnar við yfirsöngva. Þetta er alt og sumt. Mér er nær að halda, að ]ón hafi allajafna haft annað að hugsa og starfa en að sinna lækningum. Og dettur mér í hug saga um Hjaltalín landlækni. Þegar karlar komu til hans rcieð smávegis kvilla, átti hann það til, að segja við þá ef út- lendir gestir voru komnir til hans: »Englendingar eru komnir; hérna hafið þið 25 aura og svo verðið þið að fara«! Það er líka annað sem kemur mér til að halda að ]ón hafi verið í þessu lífi aðgjörðalítill við krankleika. Það er saga um húapest á Hólum. Fjósamaður tekur eftir því að á einn bás- •nn má ekki binda neina kú, því þá er henni dauðinn vís. Hann leitar ráða biskups. Biskup segir öllu óhætt; hann skuli hinda þar nýja kú. Það er gjört. Kýrin drepst. Biskup er aftur spurður. Hann svarar eins. Þannig gengur þrisvar; hver nV kýr drepst sem bundin er á básinn. En Jón tekur öllu með ró, segjandi: »Svo skal halda áfram meðan nokkur kýr er á slaðnum — ef guð vill að staðurinn eyðist fyrir þessa skúld«. En eftir þetta drápust ekki fleiri kýr, »ok sigraði þannig Jón hiskup þetta óvinarins áfelli með sannri trú ok staðfestu«. Þessi smásaga finst mér benda til þess, að Jón hafi í lif- anda lífi verið hálfvegis læknir á móti vilja sínum. Þess er Setið að hann hafi haft meðferðis dýrlingabein hins heilaga Martínusar til að lækna með, en engin dæmi tilfærð. Lækningar Jóns byrja fyrir alvöru að honum látnum, og har vantar ekki dæmi um að vel takist. Þá hefir hann fengið n®gan ■ tíma. Eftir andlátið vitrast hann ýmsum í draumi og hemur mönnum til hjálpar á ýmsa lund; fyrst með því að reha út músafaraldrið úr einsetukofa Hildar nunnu og eyða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.