Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.03.1922, Qupperneq 10
74 JÓN HELGI EIMREIÐIN draugagangi úr kirkjunni; en síðan fara ýmsir að dæmi Hildar að ákalla nafn biskups og þar sem það hefir góðan árangur verður það að tísku sem breiðist út um allar sveitir. — I allskonar sjúkdómum er nú ákallað nafn ]óns biskups og heitið að syngja paternoster svo og svo mörgum sinnum a dag og mismunandi langan tíma eftir því hve erfiður er sjúk- dómurinn. — Sem dæmi þeirra lækninga er getið um hnémein, liðhlaup, blóðrás úr sári, móðursýki, höfuðverk, fótmein, brjóst- mein, geðveiki o. fl. Og ekki síður reynast áheitin vel þegar . um er að ræða kvilla á skepnum t. d. batnar hrossasótt, kýr sem er fótbrotin verður heil, blindur sauður fær sjón á báð- um augum alt fyrir áheit til biskups um að syngja sálma og lesa bænir. Stundum kom það fyrir, að heitið var á báða biskupana ]ón og Þorlák í sama sjúkdómi — hjálpaði þá annar ef hinn ekki dugði. Þannig er sagt frá konu með heimakomu eða þvílíkt — hún heitir á Þorlák, en ekkert hjálpar — síðan heitir hún á Jón og þá bregður við. I annað skifti er maður daufur á báðum eyrum. — »Þá hét hann fyrir hinu hægra eyra á hinn heilaga Þorlák biskup, en á hinn heilaga Jón biskup fyrir því vinstra«. — Þorlákur dugði honum ekki, »en á því eyranu fékk hann heyrn, sem hann hafði á Jón heitiö — lofandi guð og hinn heilaga Jón biskup«. Mikið batnaði í búi þegar helgur dómur Jóns var upptekinn 73 árum eftir dauða hans — þá komu til sögunnar læknis- dómar sem mörgum urðu að liði. Það var nú fyrst bems- vatnið þ. e. vatn það sem bein hins framliðna voru þvegm úr. Þetta vatn var geymt í keraldi á staðnum, og í öðru ker- aldi samskonar beinavatn Þorláks biskups er var þar fyrir a undan. — Þar næst voru fjalir og flísar -úr kistu biskups, mold úr leiðinu, steinar o. fl. Jafnvel belti sem lagt hafði verið við kistuna varð að töfrabelti sem hjálpaði konu í barns- nauð er það var um hana spent. — Beinavatnið var ýmist notað sem útvortis lyf — t. d. sem augndropar við augnveiki eða til áburðar og bakstra við handarmeini, eða sem innvortis lyf og gafst prýðilega. Venjan hefir verið, að fyrst var reynt með áheitum til biskups, og ef ekki dugði þá gripið til hinna helgu dóma. Stundum var þá fyrst reynt beinavatn Þorláks,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.