Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Qupperneq 13

Eimreiðin - 01.03.1922, Qupperneq 13
eimreiðin JÓN HELQI 77 tilraun er gjörð annaðhvort með þeim tækjum og lyfjum, sem læknar venjulega nota eða fyrir sterk sálarleg áhrif, dáleiðslu, bænir, einbeittar skipanir o. fl. Trúin getur flutt fjöll í okkar ímyndun en ímyndunin getur haft gagngjörð áhrif á tilfinninga- taugar, alt taugakerfið og alt líffærastarfið svo að gjörbreyting getur átt sér stað. Kraftar í blóðinu losna úr læðingi og vinna ýmist snögglega éða- á skömmum tíma að fullum bata. Þetta þekkja allir læknar meira og minna af eigin reynd en það er mjög misjafnt gefið okkur að kunna að beita þessum lækningaraðferðum. Hins vegar dylst engum læknisfróðum manni, að mikið af þeim krankleikum sem helgisögurnar segja frá, eru kvillar, sem batnað hefðu sjálfkrafa þó engra ráða hefði verið neytt eða segjum eins vel af homoeopatadropum eða áhrifalitlum allopatalyfjum, sem gefin eru sjúklingum til huggunar, en ekki af því að þeim fylgi neinn sérstakur lækningakraftur. Sem betur fer, er mannlegur líkami svo vel af guði gjörður, að hann getur lyfjalaust losað sig við margskonar sóttir, sem á hann stríða. Það þarf að eins á þolinmæði að halda meðan sá guðdómlegi náttúrunnar kraftur er að verka. Og því meiri þolinmæði þarf, sem þeim umbrotum fylgja margskonar þján- ingar, sótthiti, beinverkir, kvalir, kveisa, uppsala, lífsýki o. s. frv. En þolinmæðin þrautir vinnur allar eða margar að minsta kosti og sem betur fer höfum við læknar fengið smámsaman í hendur ýms dásamleg lyf, sem draga úr hita, þjáningum og tnargskonar eymd. Þessi lyf þykja nú öllum ómissandi, sem reynt hafa þeirra sefandi kraft og þó þau ekki nema stundum hafi samtímis læknandi áhrif, svo að sjúkdómurinn styttist, þá eru þau þó eigi að síður mestu veltiþing, hrein náðarmeðul 9uðs. Slík lyf þektust ekki á dögum Jóns og Þorláks hins helga. Aðalstarf læknisins þá var að reyna að hugga og hug- hreysta, og glæða trú og von á sigur þess góða. Þá komu bænirnar sér vel eins og reyndar enn þann dag í dag, og það bekkir af eigin reynslu hver sá, sem átt hefir góða foreldra °9 lært að lesa bænir. Því þó margur finni til efasemda um ab bænin sé annað en hugargrufl, samtal við sjálfan sig eða barnahjal út í bláinn — þá skal enginn neita krafti þeirra hugarhræringa fyrir sálarfrið og vellíðan — að minsta kosti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.