Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Side 16

Eimreiðin - 01.03.1922, Side 16
80 JÓN HELGI eimreiðiN ingaröldur til siðferðisbetrunar — stöðugt nýja lífsvekjara, þrumur og eldingar og hvellan lúðurþyt. Ahrifanna gætir þó bylgjuna lægi. — Þroski þjóðanna er jafn miklu hægfarari en einstakra manna sem þroskaskeið þjóðanna er margfalt lengra en einstaklinganna. Oldurnar ber- ast smátt og smátt eins og hljóðöldur frá voldugri klukku- hringing víðsvegar um veröldina og áhrifanna á þessari jörð gætir að minsta kosti meðan »orðstír ekki deyr«. Lengi skapast mannshöfuðið. Siðferðisþroskinn er hægfara, en kemur smám saman eins og vit og vöðvaþróttur við stæl- ingu fyrir ísaldir, harðindi og harðrétti, á þúsundum ára. I rauninni furðulegt hve vel gengur, því aldirnar eru ekki ýkja- margar síðan maðurinn var óargadýr. Trúarvakning og hrifning af helgum hugsjónum er nauð- synleg við og við dottandi mannkyninu svo það falli ekki i fasta svefn, heldur vakni betur og betur til sannfæringar um hve gaman er að vera glaðvakandi og að vaka allir í sarn- einingu og vinna allir saman að því að verða hvor öðrum góðir og gagnlegir. Þá mun Askur Vggdrasils þ. e. lífið í heild sinni, lífsmeiður- inn, sem við allir erum limir og lauf á — vaxa og blómgast- Til þessa þurfum við trúarvekjendur og forustumenn í Hk- ingu við Jón helga.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.