Eimreiðin - 01.03.1922, Qupperneq 17
eimreiðin
Prófiö.
Saga eftir J. Magnús Bjarnason.
Fyrsta sumarið, sem eg áttr heima í Vancouverborg í British
Columbia, bjó eg í Kitchener-stræti, sem reyndar hét þá alt
öðru nafni. Þá kyntist eg manni, sem hét Ernest Hunter.
Hann átti heima í snotru húsi hinum megin í strætinu og
beint á móti húsi því, er eg bjó í. Hann var um þrítugt,
þegar saga þessi gjörðist, og var ókvæntur, en móðir hans
og systir voru þar hjá honum. Hann var fremur lítill vexti,
dökkur á brún og brá, en þó fríður sínum, þægilegur í við-
móti, og sérlega kvikur á fæti.
Mér var lengi ekki ljóst, hvaða atvinnu hr. Hunter stundaði.
Hann fór á stað til vinnu sinnar á ýmsum tímum sólarhrings-
ins; stundum í býtið á morgnana, stundum um hádegið, og
stundum seint á kvöldin. Ekki gat eg á neinn hátt dregið það
af klæðaburði hans, í hvaða stöðu hann var, því að stundum
var hann búinn eins og algengur verkamaður, þegar hann fór
til vinnu sinnar; stundum bar hann smíðatól, með köflum var
hann í einkennisbúningi farstjóra á strætisvögnum; oft leit svo
út sem hann kæmi af dýraveiðum eða úr gullleit; og margsinnis
var hann til fara eins og hálaunaður embættismaður. Og þóttist
eg vita, að hann væri ekki við eina fjölina feldur, og gæti
lagt á margt »gjörva hönd«. — En þegar hann var heima,
þá var hann öllum stundum í garðinum, sem var á bak við
hús hans. í rauninni hafði hann gjört allan þann reit, sem
hús hans stóð á, að blóma- og jurtagarði. Hann ræktaði
hvern einasta þumlung, sem ræktaður varð af þeim reit, alt
> kringum húsið. Hann fylti, meira að segja, ótal trog og
Samlar skjólur og könnur með mold, og raðaði þeim á tröpp-
urnar og loftsvalirnar og gluggasyllurnar, og plantaði þar blóm
°S jurtir af ýmsum tegundum. Og öllum þeim jurtum og öll-
þeim blómum skipaði hann í flokka með vísindalegri ná-
kvæmni, og hélt glöggva skýrslu yfir það alt, alveg eins og
6