Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 19

Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 19
eimreiðin PRÓFIÐ 83 slíkum stað þá í svipinn, en sagðist skyldi láta okkur vita, ef hann kæmist að því, að einhverstaðar væri tækifæri fyrir hann. »Mundir þú vilja vera sendisveinn og vikapiltur, ef þú ættir kost á því?« sagði hr. Hunter við Sigurð. S'Já, með ánægju«, sagði Sigurður, »ef kaupið væri svo 9ott, að |eg gæti lifað á því«. ^Auðvitað er verkamaðurinn verður launanna«, sagði hr. Hunter og brosti góðlátlega. Þremur kvöldum síðar — það var 19. eða 20. sept. — kom H. Hunter yfir í húsið til okkar og hélt á kvöldblaðinu. »Þið hafið vafalaust tekið eftir auglýsingunni*? sagði hann. ^Hvaða auglýsingu«? sagði eg. sFrá manninum, sem vill fá tilsögn í íslensku«. »Frá manninum sem vill fá ti/sögn í íslensku“? át eg eftir. »Já, hún hefir staðið í blaðinu í tvö kvöld«. ^Nei, eftir henni hefi eg ekki tekið«, sagði eg. »Og eg hefi ekki litið yfir auglýsingarnar í þessu blaði. Það er morgun- blaðið, sem eg les«. xLestu þá þetta«, sagði hr. Hunter og rétti mér blaðið. Eg tók við blaðinu og las auglýsinguna með gaumgæfni. Hún var á þessa leið: »Ungur Austurlanda-maður vill fá tilsögn í íslensku (forn- wáhnu) fimm kvöld í viku hverri (tvo klukkutíma í senn) aHan næstkomandi vetur. Góð Iaun verða goldin hæfum manni, Sv° hann þurfi engu öðru starfi að sinna í vetur, ef hann Svo vill. — Umsækjandi skrifi tilboð sitt á ensku fyrir lok SePtembermánaðar, og tiltaki a/dur sinn, þjóðerni og heim- ’hsfang, og sendi til undirritaðs. Jóta Kappa. ■ósthólf 13 á skrifstofu liindúa-blaðsins), Vancouver, B. C.“ Eg rétti Sigurði blaðið, og hann las auglýsinguna með ekki mHni athygli en eg. ^Þarna er gott tækifæri«, sagði herra Hunter. »Þessi Jóta ^Ppa er án efa auðugur námsmaður frá Indlandi«.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.