Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Page 21

Eimreiðin - 01.03.1922, Page 21
eimreiðin PRÓFIÐ 85 Klukkan varð hálf-eitt, og ekki kom ]óta Kappa. Klukkan sló eitt, og ekki kom hann. »Okkur er best að halda heim«, sagði hr. Hunter. »Við erum búnir að bíða hér í hálfan annan klukkutíma. Hann l<emur varla héðan af í dag«. Síðan héldu þeir heim og sögðu sínar farir ekki sléttar. Um kvöldið ræddum við um þetta all-lengi, og komumst að þeirri niðurstöðu, að eitthvað sérlegt hefði hindrað ]óta Kappa frá að koma í pósthúsið á þeirri stund, sem hann hafði tiltekið. Daginn eftir kom bréf til Sigurðar, og var það á þessa leið: ,,/ierra Sigurður Sigurðsson! Eg kom á þann stað, sem eg hafði tiltekið, rétt í því, að kiukkan í turninum sló tólf á hádegi í gær. Á efstu tröpp- unni sá eg standa þrjá menn, og var einn þeirra að sjá veru- legur flækings-bjálfi. Býst eg við að þú hafir verið einn þess- nra þriggja manna. En eg vona, að þú sért ekki hái maður- >nn ræfi/slegi, heldur annar hvor hinna. Eg áræddi ekki að ávarpa neinn ykkar, af því, að mig hrylti við hinum ófrýni- tega mannræfli. — Nú vil eg mælast til þess, ef þú ert ekki hái maðurinn, sem stóð á tröppunni klukkan tólf í gær, að Þá hittir mig rétt fyrir innan aðaldyrnar á C. P. R. bið- salnum, þegar klukkan í pósthússturninum slær átta annað bvöld. Lát það ekki bregðast. Með vinsemd og virðingu Jóta Kappa“. *Ætti eg að verða við þessum tilmælum hans«? sagði Sig- urður við mig og hr. Hunter um kvöldið. sSjálfsagt«! sagði hr. Hunter. »Eg skal fara með þér og standa álengdar«. ^Og eg skal slást í förina með ykkur«, sagði eg, »og láta Sem eg þekki ykkur ekki«. Dg næsta kvöld, nokkru áður en klukkan varð átta, vorum v'ð allir komnir í járnbrautar-skálann, en fórum þó ekki allir lnn í einu. — Sigurður settist í bekkinn, sem var næstur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.