Eimreiðin - 01.03.1922, Page 22
86
PRÓFIÐ
eimreiðin
dyrunum; hr. Hunter settist nokkru innar; en eg staðnæmdist
fyrir framan stóra auglýsingu, sem hékk á veggnum nærri dyr-
unum, og lét sem eg væri að lesa af kappi. Eg vildi sem
sé vera svo nærri Sigurði, að eg gæti heyrt, hvað við hann
yrði sagt.
Rétt í því, að klukkan í turninum sló átta, gekk ung Ind-
íánakona inn um aðaldyrnar á skálanum. Hún var fremur lítil
vexti, en hvatleg á fæti, og hafði yfir sér ákaflega stórt sjal.
Hún staðnæmdist rétt fyrir innan dyrnar og leit alt í kringum
sig. Ait í einu kom hún auga á Sigurð, og eins og kiptist
við um leið. Hún horfði á hann dálitla stund, gekk svo til
hans hægt og hljóðlega og sagði í lágum hljóðum með út-
lendum hreim:
»]óta Kappa, þekkir þú mig«?
»Eg heiti ekki Jóta Kappa«, sagði Sigurður, stóð upp, lyfti
hattinum og hneigði sig hæversklega fyrir hinni ungu Indíána-
konu, eins og hún hefði verið hvít kona af aðalsættum.
Konan horfði þegjandi á hann litla stund, laut svo ofan að
honum og sagði:
»Ef þú ert ekki hann Jóta Kappa, þá ertu samt svo líkur
honum, að líf þitt getur vérið í hættu því að hann á volduga
fjandmenn, sem elta hann land úr landi. — Flý þú þessa
borg, ungi maður! Hér er þér ekki holt að búa. Flý út í
skógana til bræðra minna, Indtánanna, og láttu skóginn vera
þér vígi«!
»Eg er þér þakklátur fyrir að vilja aðvara mig« sagði
Sigurður blíðlega »en eg get fullvissað þig um það að eg
er í engri hættu«.
»Þú heldur að Jþú sért óhultur«, jsagði konan í enn lægr*
róm en áður. »En vita skaltu, að menn þeir, sem þykjast
vera vinir þínir, eru í rauninni 'svarnir óvinir þínir og reyna
á allar lundir að leiða þig á glapstigu. Og trú þú mér, þegar
eg segi þér, að hin unga kona, sem fer með þér í leikhúsið
og situr þar hjá þér og sóar út fé þínu, er í insta eðli sínu veru-
leg norn, sem hatar þig af öllu hjarta sínu og allri sálu sinni«-
»Þú fer hér vilt, góða kona«, sagði Sigurður; »eg hefi aldrei
farið í leikhús í þessari borg, og þú hefir aldrei séð mig hér
á ferð með neinni konu«.