Eimreiðin - 01.03.1922, Side 23
'EIMREIÐIN
PRÓFIÐ
87
»Þú álítur þá, ungi herra, að eg fari með þvaður og
heimsku«, sagði konan þóttalega og steig eitt spor aftur á
bak. »Þú veist ekki, að eg les hugsanir manna og sé forlög
þeirra. Þú veist ekki, að eg sé, hvar þú átt að deyja».
»Eg legg engan trúnað á forlagakenning og bábiljur«, sagði
Sigurður brosandi.
»Far þú þína leið, ungi herra«, sagði konan, »og sannast
•á þér máltækið: Ekki verður feigum forðað. Mun þig ein-
hvern tíma iðra þess, að þú virðir orð mín og holl ráð að
vettugi. Og þú sérð mig aldrei — aldrei — aldrei framar«!
Indíánakonan unga vafði sjalinu fast utan um sig, eins og
það væri hávetur, og gekk svo rösklega og hnakkakert út
á strætið.
Við biðum þarna í járnbrautarskálanum í næstum tvo klukku-
bma, en aldrei kom ]óta Happa. Og fór eg að hugsa, að þetta
væri gabb eitt og blekkingar. Þeir Sigurður og herra Hunter
sögðu fátt, en eg sá það á Sigurði á leiðinni heim, að hann
var mjög hugsandi.
Daginn eftir kom bréf til Sigurðar, og var innihald þess svona:
„fierra Sigurður SigurðSson!
Illa tókst að tarna til. í gærkveldi, klukkan átta, þegar eg
var rétt í þann veginn að ganga inn í járnbrautarskálann,
þá gætti eg að því, að Indíánakonan var komin inn á undan
mér. En af því þessi kona er ekki með réttu ráði, og af því
henni er þar að auki í nöp við mig, þá áræddi eg ekki að
fara inn í skálann. Fór eg því heim til mín, og hefi ekki
þorað að fara út á strætið í allan morgun, þvi að eg óttast
okkert í heimi þessum eins mikið og þessa ungu Indíána-
konu. — Og enn einu sinni vil eg mælast til þess, að þú
rel>nir að finna mig. Eg verð í fyrramálið á ferjunni, sem
fef héðan frá borginni til Norður- Mancouver klukkan hálf-
níu- Muntu finna mig hjá stýrishúsinu, strax og ferjan er
lögð frá landi. Vona eg, að okkur takist að finnast í þetta
Slr>n, hvað sem á gengur.
þinti einlægur
7 óta Kappa“.