Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 35

Eimreiðin - 01.03.1922, Síða 35
eimreiðin PÁFASKIFTIN 99 dag kemur svartur reykjarhnoðri upp úr honum, og múgurinn dreifist hljóður í allar áttir. En inni fyrir sitja kardínálarnir, þungt hugsandi. Þeim er ekki sama hver hlýtur það veglega sæti, að vera jarl Krists á jörðu. Nýr páfi! Á fjórða degi eftir að kardínálarnir voru lokaðir inni til l<osningarinnar, 6. febr. kl. II33 sá mannfjöldinn lítinn hvítan Teykjarhnapp koma upp úr strompinum. »Hvítur, hvítur! Hann er hvítur!« æpti mannfjöldinn. Fregnin flaug eins og eldur í sinu, og úr öllum áttum tók fólkið að streyma saman á Péturs-plássinu. Á skammri stundu voru þar saman komnar um 100 þúsundir manns. Inni fyrir var nú líka nóg að gera. Siðameistaranum var sagt að vera viðbúinn. Kardínál-djákninn gekk fram fyrir hinn útvalda, Ratti kardínála, og sagði: i>Acceptasne electionem in summum pontificem?“, (þ. e. tek- urðu kosningunni til æðsta prests?). Páfinn nýkosni svaraði venju samkvæmt, að hann kendi sig ekki verðan hinnar miklu virðingar, en hann beygði sig fyrir vilja guðs og hins heilaga ráðs. Sem svar upp á aðra spurningu, kvaðst hann taka sér páfa- nafnið Píus XI. Að því loknu var hann leiddur inn í annað herbergi, ,og skrýddur páfaskrúða, hvítum og rauðum, og tignarmerkjum þeim er honum fylgja. Því næst gekk hann aftur inn í six- tínsku-kapelluna og settist í burðarstólinn glæsilega, sedia ge- statoria, en kardínálarnir veittu honum fyrstu lotningu með tví að kyssa á hönd honum, en hann gaf þeim friðarkossinn. Uti á Péturs-plássinu stóð múgurinn í hellirigningu og beið. Loks opngst hinn stóri miðgluggi á framhlið kirkjunnar, milH súlnanna. Þjónar koma út og breiða á steinsvalirnar fádæma stórt klæði, hvítt með rauðum bekk, og er á það d^egið skjaldarmerki páfans með kórónunni þreföldu og JyWunum. Þeir hverfa, en út kemur æðsti kardínáldjákn- ^nn. Bisleti. Dauðaþögn færist yfir mannfjöldann.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.