Eimreiðin - 01.03.1922, Page 43
EIMREIÐIN
EÐLI OG ORSAKIR DRAUMA
107
komið hefir það fyrir, að jafnvel hjátrúarlausar hetjur (t. d.
Sturla Sighvatsson) hafa fengið beig af draumum sínum og
xfallið í stafi«, eins og herra Nebúkkadnesser, þegar einhver
Daníel hefir ráðið drauma þeirra fyrir hverfulleik hamingj-
unnar. En út í þessu sálma fer eg ekki meira.
II.
Flesta menn, eða alla, dreymir eitthvað í svefni, en ekki
Wuna þó allir drauma sína. Suma dreymir mikið og oft, en
aðra dreymir sjaldan. Trúin á drauma og umhugsun um þá
9erir tauganæma menn sídreymandi. Það fer ekki eftir vits-
munum eða andlegum þroska. hve mikið menn dreymir.
Hvað eru draumar manna, og hver er aðalorsök þeirra?
þetta hafa orðið skiftar skoðanir. Flestir munu þó líta
fv° á, að meiri hluti allra drauma sé endurskynjanir og minn-
■ugar þess, sem fyrir menn hefir borið í lífinu, eða menn
hafa lifað. Flest bendir á, að draumar séu, langflestir, eins-
^onar endurómar úr djúpi sálarlífsins, af liðnu lífi manna,
^uldum hvötum, hugrenningum og tilfinningum. Oft hefir þetta
e'9i verið svo ljóst og ákveðið, að dagvitund manna veitti því
sv° mikið athygli, að það geymdist í minninu. En alt þess-
háttar hirðir undirvitundin og geymir á einhvern hátt. Þetta
ryfjast svo upp, þegar hún er óháð dagvitundinni, t. d. í svefni
e^a óvanalegum sálarástöndum. Saman við þessi ýmsu eldri
°9 óljósu áhrif, sem borist hafa til undirvitundarinnar, tvinn-
as* í draumi ljósari skynjanir og endurminningar, sem meiri
e^a minni áhrif hafa haft á menn í vöku. Bregður því fyrir
juenn í svefni ólíkum myndum og minningum, slitróttum, rugl-
lnSslegum og samhengislausum. Það ægir saman viti og vit-
eVsu, og hlægilegustu skrípamyndum, soðið saman af stjórn-
ausn ímyndunarafli sofandi manns. Þá er skynsemi mannsins
°9 dómgreind í dvala.
Hm alt mögulegt getur menn dreymt, en þó aldrei annað
en það, sem á einhvern hátt hefir, ljóst eða leynt, borist til
j^eðvitundarinnar. Langoftast er þá hjá fulltíðamönnum ein-
Ver endurminningaslitur frá æskustöðvunum, eða frá þeim
s^°bum, þar sem maður hefir lifað margt áhrifamikið.