Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Page 45

Eimreiðin - 01.03.1922, Page 45
EIMREIÐIN EÐLI OG ORSAKIR DRAUMA 109 slitrótt, og maðurinn þá eins og milli svefns og vöku. Eink- um ber þetta við, þegar menn dreymir ljóta drauma. Þá alt 1 einu veit maður, að þetta er bara draumur, og gleðst af Því. En í sömu andránni er maður óviss í þessu, og óttinn heldur áfram að vera í meðvitundinni. — Komið getur það líka fyrir, að menn dreymi það, að þá hafi dreymt draum, sem þeir eru að hugsa um og reyna að ráða. Það má heita undantekningarlítið, að það, sem maðurinn hatar í vöku, telur ljótt eða ilt, þykir eins í draumi. Fegurð- arvitið og fegurðarþráin nýtur sín einnig að jafnaði eins í draumi og vöku. Það mun líka sjaldan koma fyrir, að menn Sleymi sjálfspersónu í draumi, tapi hugmyndinni um sjálfsveru sma. Aldrei finst manni í draumi maður vera annað en ffiaður er, nema í hitasótt, eða ef sálarlífið að öðru leyti er iruflað eða sjúkt. Þá geta menn gleymt sjálfsverund sinni, líkt og á sér stað í dáleiðslu. — Það er einnig mjög merki- le9t, að allar tilfinningar manna í draumi eru miklu næmari °9 sterkari en í vöku. Sorgin og gleðin er þá einnig dýpri °9 áhrifameiri. Þessu er oftast eins farið á dáleiddum mönn- Urn. á vissu dáleiðslustigi. Draumhraðinn er venjulega ótrúlega mikill. Á 1—2 sek. Setur mann dreymt langa og margbrotna drauma. Á einu au2abragði geta menn þannig lifað upp langan kafla æfi Slnnar, jafnvel frá barnæsku til fullorðinsára. Á svipstundu fer ^ngur manna í draumi landshornanna á milli, um þekta og °t>ekta staði, eða jafnvel úr einu landi í annað. Hinum sof- Jndl manni finst hann fara um þessa fjaílægu staði. Þeim reSður fyrir sem leiftri í huga hans, eða undirvitund. Dít getur sami draumurinn farið fram á tveimur eða fleiri siÖðum í senn. Einnig geta í draumi tvinnast saman tveir eða fleiri staðir og mörg atvik úr lífi manns. Vfir þessu Undrast maður ekki í svefninum, og ekki heldur því, þótt e*tthvað ónáttúrlegt beri fyrir. Sofandi mann vantar alla dóm- 9reind og skynsamlega yfirvegun. Hann undrast ekkert yfir Pessu ódæma draumarugli, þar sem skyldu og óskyldu er ru9að saman og úr því skapaðar margskonar kynjamyndir °9 vitleysa.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.