Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Side 46

Eimreiðin - 01.03.1922, Side 46
110 EÐLI 00 ORSAKIR DRAUMA EIMREIÐIN III. Það má skifta öllum draumum í 3 aðalflokka: Fortíðar- drauma, nútíðardrauma og framtíðardrauma. Fortíðardraumar eru lang flestir, en framtíðar- eða »spásagnardraumarnir« fæstir. Þeir eru að eins örlítið brot allra drauma, og tiltölu' lega fáa menn dreymir þessháttar. — En þessar draumateg- undir tvinnast oft saman meira eða minna. Eru því sjaldan glögg eða hrein mörk milli þeirra. — Um fortíðardrauma hef eg ekki annað að segja en það, sem eg hefi nú þegar sagt- Þeir eru einskonar bergmál af því sem maður hefir lifa0> hugsað um, lesið, heyrt eða séð fyr eða síðar, og alt það, sem á einhvern hátt hefir ósjálfrátt borist til undirvitundarinnar fra öðrum mönnum eða náttúru-umhverfinu. Nútíðardrauma kalla eg þá drauma, sem stafa frá einhver)- um áhrifum, sem sofandi maður verður fyrir, af einhverju sem gerist í kringum hann. Pál dreymir, að hann beri þunga byrði fyrir brjóstinu. En þegar hann vaknar liggur annar handleggw- hans á hjartastaðnum. — Handleggurinn var þessi þunga byrði sem skapaði drauminn. Sama mann dreymir, að hann vaði snjó berfættur. Þegar hann vaknar voru fætur hans kaldir út undan sænginni. — Annað sinn dreymir hann, að hann þjáist af þorsta og er altaf að reyna að drekka, en getur ekki. Þegar hann vaknaði var hann mjög þyrstur„ Svipaða drauma getur svangan mann dreymt. Hann dreymir um át sem aldrei verður neitt af. Næringarþörfin skapar slíka drauma. Þegar hátt lætur í vindi dreymir menn oft hávaða, klið eða söng. Vot handþurka var til reynslu látin koma snögS' vast við sofandi mann, beran. Þetta skapaði honum langa11 draum um vatnsbað og líkamsþvott. Manchart franskur rithöf. var eitt sinn veikur og sat móðir hans hjá honum. Hann festi blund. Lítill hlutur féll þá á háls' inn á honum og hann vaknaði undir eins. En þó gat harn1 dreymt langan draum. Hann sá Robespierre, Marat og íieirl blóðhunda stjórnarbyltingarinnar og átti. tal við þá. Þeir dæmdu hann til dauða, og honum var ekið til aftökustaðarins, SeS11' um hóp forvitinna manna. Hann heyrði þegar fallöxin á a '

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.