Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Page 54

Eimreiðin - 01.03.1922, Page 54
eimreiðin Tí mavél i n. Eftir H. G. Wells. (Framhald) III. TÍMAFERÐALANGURINN kemur aftur. Eg held mér sé óhætt að segja, að enginn okkar hafi að svo komnu haft trú á tímavélinni. Tímaferða- langurinn var einmitt einn af þessum mönnum, sem eru of snjallir til þess að vekja tiltrú. Það var altaf eins og hann væri ekki allur þar sem hann var séður. Hann var svo ljos og hreinskilinn, að manm fanst altaf að það hlyti að liggja eitthvað í launsátri bak við. Ef t. d. Filby hefði komið með þessa vél, og útlistað þetta, þá er eg viss um, a^ við hefðum átt miklu auðveldara með að kyngja því. Þá hefð' um við séð hvað hann átti við. Hver rekadrumbur gat fylSs* með Filby. En það var einhver huldufólksblær yfir tímaferða- langnum og við þorðum ekki að trúa honum. Það, sem hefði gert meðalmann frægan, varð í höndum hans að glensi. ^að er vitlaust að láta hlutina Ieika of mikið í höndum sér. Alvar- legt fólk var aldrei örugt um það, hvort hann var alvarles111" á móti. Þeim fanst hálft um hálft, að það, að trúa honum fyrir dómgreindaráliti sínu, væri álíka skynsamlegt eins og setja postulínshúsgögn í barnaleikstofu. Við höfum því líkleS3 ekki talað nema sem minst um tímavélina næstu vikuna eftn" fimtudaginn sæla, þó að hún hafi hinsvegar sjálfsagt verið ofar í huganum en nokkuð annað. Þetta var eitthvað svo smellið, svo skarplega fjarstæðukent, og afleiðingarnar, tíma- H. G. Wells.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.