Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Page 55

Eimreiðin - 01.03.1922, Page 55
eimreiðin TÍMAVÉLIN 119 villan og ruglingurinn svo taumlaust. Eg fyrir mitt leyti hugs- aði mest um litlu vélina og það, hvernig hún hvarf. Eg talaÖi um þetta daginn eftir við lækninn, því að eg hitti hann þá. Hann sagðist hafa séð mjög svipaða brellu gerða í Tíibingen °3 lagði sérstaklega áherslu á það, að ljósið sloknaði. En hvernig að þessu væri farið, vissi hann ekki. Fimtudaginn næstan eftir fór ég aftur til Richmond. — Eg hefi víst verið einn af stöðugustu gestum tímaferðalangsins. E9 kom nokkuð seint, og fjórir eða fimm menn voru komnir a undan mér og sátu í stofunni. Læknirinn stóð við arninn ’Ueð pappírsblað í annari hendi og úrið í hinni. Eg svipaðist um eftir húsbóndanum. »Hún er hálf átta«, sagði læknirinn. sEigum við ekki ao setjast að matnum?« »Hvar er — —?« sagði eg. »Þér voruð að koma? Hann hefir tafist. Hann skrifar mér hér línu og biður mig að sjá um, að setst verði að miðdags- verði kl. 7, ef hann verði ekki kominn. Segist skuli skýra frá Öllu, þegar hann komi«. »Það er náttúrlega synd, að láta góðan mat skemmast«, Sa9ði ritstjóri einn, sem var þarna, og læknirinn hringdi bjöllu. Sálarfræðingurinn var eini maðurinn, auk læknisins og mín, sem verið hafði við í fyrra skiftið. Hinir mennirnir voru Elank, ritstjórinn, sem nefndur er áður, blaðamaður og annar maður — fjarska hæglátur og ómannblendinn, alskeggjaður, eg man ekki til þess að eg yrði var við að hann opnaði munninn alt kvöldið. Það var eitthvað verið að tala um það Vfir borðum, hvar húsbóndinn mundi vera niður kominn, og e9 Sat þess til í gamni, að hann mundi vera í tímaferðalagi. Ritstjórinn vildi fá skýringu á því, og sálarfræðingurinn varð íyrir svörum og hrátimbraði saman frásögu um þessa »snild- arlegu fjarstæðu og brellu«, sem við hefðum horft á fyrir v'ku. Hann var í miðri frásögninni, og þá opnaðist hurðin tram í anddyrið hægt og hávaðalaust. Eg sneri fram og varð Yrstur manna var við það. »Hana«, sagði eg, »loksins!« I var hurðinni lokið alveg upp, og inn kom tímaferðalang- uunn. Eg rak upp óp af undrun. »Guð minn góður! hvað Sengur ag þér> maður?« æpti læknirinn, því hann kom næst au9a á hann, og nú litu allir til dyranna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.