Eimreiðin


Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.03.1922, Blaðsíða 61
eimreiðin TÍMAVÉLIN 125 upp í alspennu, og nóttin skall á eins og slökt hefði verið á lampa, og örstuttu síðar ljómaði morgundagurinn. Vinnustofan varð óljósari og þokukendari. Næsta nótt kom og næsti dagur, og enn næsta nótt og dagur, nótt, dagur, nótt, altaf skjótar og skjótar. Einkennilegar dunur voru fyrir eyrum mér, ■og sérstakt magnleysi og þokukent svefnmók lagðist yfir hugann. Eg er hræddur um, að mér gangi ekki vel að gera ykkur það skiljanlegt, hvernig manni líður á tíma-ferðalagi. Það er ákaflega ónotaleg tilkenning. Það er einna líkast eins og á vagni eða sleða, sem hendist ofan snarbratta brekku, einhver óviðráðanleg hamslaus fleygiferð áfram. Sami ósjálfráði grun- urinn, að alt endi með drepandi skelli. Eftir því sem ferðin jókst komu nætur og dagar í hraðri röð, eins og blakað væri svörtum væng. Það var eins og hálfrökkur vinnustofunnar hyrfi hvað af hverju, og eg sá sólina sigla yfir loftið og skifta nótt og degi á svipstundu. Eg þóttist vita, að vinnustofan væri úr sögunni og eg væri kominn undir bert loft. Mér fanst eg verða óljóst var við einhverjar trönur, en eg var nú kominn á meiri ferð en svo, að eg yrði var við nokkuð, sem hreyfing var á. Enginn snígill skreið svo hægt, að eg gæti eygt hann og umskifti dags og nætur voru mjög ónota- leg fyrir augað. A dimmu augnablikunum gat eg greint, hvernig tunglið rann gegnum öll kvartilaskiftin og eg eygði einnig nokkrar stjörnur. En ferðin jókst enn jafnt og þétt og loks hvarf allur munur dags og nætur og alt rann saman í jafn grátt hálfrökkur. Loftið varð einkennilega hrein-blátt, sólin sást «kki lengur, heldur að- eins ljósrák, ljósbogi á loftinu, og tunglið annar, óljósari og bylgjukendur bogi. Stjörnurnar hurfu mér alveg, en við og við brá fyrir björtum rákum eitt augnablik. (Framhald).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.