Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 21

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 21
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 85 komi til mála að fara að greiða þessar eignir íslendinga °ieð fiskveiðahlunnindum hér við land Færeyingum til handa. Vonandi hefur engum íslendingi dottið slík fá- sinna í hug. Það ætti frúin ekki að þurfa að óttast. Það eru fleiri eignir en íslenzk skjöl, sem íslendingar eig'a eftir að endurheimta, vilji þeir reynast trúir sinni eigin sögu og varðveita fornan rétt sinn. Svo er t.d. um ís- iendingabyggðir Grænlands, sem komnar voru í auðn í i°k 16. aldar fyrir samningsrof þeirra og vanefndir, sem þá töldu sig valdhafa yfir Islandi. Svo miklu réttlæti ætti að mega gera ráð fyrir, að landar þeirra íslendinga, sem iundu Grænland, reistu þar byggðir og' bú og héldu þar uppi íslenzkri nýlendu í meir en 5 aldir, þyrftu ekki að ieita um leyfi til erlends ríkis til að stíga þar fæti á land eða stunda þar atvinnu sína á sjó og landi. Um langt skeið hefur íslenzkur mennta- og vísindamaður, við þröngan kost °g tómlátar undirtektir, haldið uppi merki íslands í þessu máli með stórfróðlegum ritum sínum um Grænland. Það er ekki honum að kenna, þó að enn sé viðurkenningu réttar v°rs ekki lengra komið en svo, að setið er um að koma í veg fyrir, að íslands sé að nokkru getið í sögu Grænlands. i^uð má ógjarnan sjást á prenti í víðlesnustu blöðum heims, það hafi verið íslendingar, sem byggðu Grænland fyrst- norrænna þjóða. Nýjasta dæmið um þetta, sem ég hef lekizt á, er grein með mörgum myndum frá Grænlandi, sem hirtist í vikublaðinu „Ulustrated London News“ 9. marz k á., eftir Danann C. L. Vebæk, „um fyrstu nýlendu Norð- Ul’álfubúa á vesturhelmingi jarðar,“ eins og komizt er að °iði í fyrirsögninni. Orðin Island og íslendingar finnast °kki í aiiri greininni, eru þar sýnilega „tabu.“ Þetta er að vísu kátbroslegt og heldur leiðinlegt í senn, höfundar- ms vegna, sem sýnilega vill láta telja sig ærið lærðan í þessum fræðum, enda talinn foringi dansks fornfræðilegs eiðangurs til Grænlands árið 1939. Ýmislegt af þessu taSi rekst maður á hvað eftir annað, en það ætti að geta jttiont oss Islendinga á þær skyldur, sem á oss hvíla í Pessu máli gagnvart sjálfum oss, hinu nýstofnaða íslenzka ýðveldi og komandi kynslóðum Islands.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.