Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 24

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 24
88 JAKOB THORARENSEN, SKÁLD EIMREIÐIN óáreiðanlegt og ómerkilegt eins og önnur stærðfræði, nmndu þeir segja, sem unna meira orðsins list en talnanna. (Reyndar er meiri skyldleiki niilli bragfræði og stærðfræði en margur bvgg- ur). En livað um það. Menn eru eins gamlir eða ungir eins og þeir vilja vera og bafa vit á að vera, (ef þeir eru ekki slegnir líkamlegri þraut), eins ungir og þrá lijarta þeirra er ung. Hinu getur fylgt bæði bætta og ábyrgð, að vera æruverðugt höfuð- skáld. Því fylgir sú ábyrgð að vera vakandi og syngjandi, hugs- andi og vísandi veginn. Því getur einnig fylgt sú hætta, að vilja hefjast yfir aðra, að losna úr tengslum við æsku og sólarsýn tíin- anna. Ég held, að Jakob Tborarensen geti rólegur orðið sextugur fyrir því, að liann liefur lifað lífi listar sinnar í einlægni og í trúmennsku. Hann hefur ekki, fremur en aðrir orðsins þjónar, ort allt jafn vel, og af tímanna táknum orkar eitt á þennan og annað á hinn. En bann hefur í þrjá til fjóra áratugi ort kvæði og síðan sögur, sem komið bafa mjög víða við í íslenzku þjóð- lífi og túlkað á listrænan bátt skoðanir og atbuganir og tilfinn- ingar sérkennilegs manns. Sextugsafmæli Jakobs Tliorarensen gæti því verið tilefni til þess að skoða skáldskap sjálfs lians og ýms einkenni í aldarfari samtíma bans miklu nánar en liér er kostur á. Það væri þesS vert, að gera það rækilega. Skáldum síðari tíma og samtíma okkar er of lítill sómi sýndur og of lítil rækt í þessum efnum. íslenzk ritskýring liefur of oft vanrækt þau fyrir ómerkari viðfangsefm eða ófrjósamar deilur. Ég er ekki að liarma það að menn dein? öðru nær, lieldur liitt, að menn deili um það, sem ekki er deil- unnar vert, stimpist, þegar menn þurfa að standa saman um liugsjónir og hagsmuni listar sinnar, og láti aukaatriði sjálfra sín ganga fyrir þeim aðalatriðum, sem eru virðing og réttur °r gildi listarinnar í landinu og skilningur fólksins á henni. 1 heildarútgáfn á kvæðum Jakobs Tliorarensen mætti fá efm- við í merkilega ritskýringu, fyrst og fremst til að lýsa þroska- ferli sjálfs lians og svo til þess að bera hann saman við samtíðar menn sína. Hann liefur sem sé gert hvorttveggja, að fvlgjast n'e tímanum og að láta tímann skella á sér og flæða fram hjá scr‘ Einkenni lians hafa verið sérstök og sjálfstæð og oft óliáð tuo hverfinu í kveðskapnum. Hann hefur farið sínar götur, hat

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.