Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 27

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 27
eimreiðin JAKOB THORARENSEN, SKÁL.D 91 formi sögunnar liafa þeir oft túlkaS livorttveggja, skilning sinn á liðnum tíma og skilning sinn og trú á samtíð sinni og von sína og þrá til nýs lífs. Sögukvæðin hafa mjög oft verið persónu- kvæði, eins og íslenzk sagnfræði liefur að miklu leyti verið persónusaga. Sögukvæði Jakobs Tliorarensen eru flest þessu marki brennd. Þau eru um sérkennilegt, stórbrotið fólk, Guðrúnu Ósvífursdótt- ur og Hildigunni, Snorra goða eða Sturlu Sighvatsson, Þang- brand eða Eyjólf Bölverksson, eða síðari alda menn eins og séra Jón Steingrímsson eða Jónas Hallgrímsson. Þau eru sjaldan um einstaka atburði, eins og „Flugumýrarbrenna“. Hér um bil öll söguleg yrkisefni Jakobs Tliorarensen eru íslenzk. Kvæðið um Napóleon (í Heiðvindar) er undantekning. Hinsvegar bregður söguefnum iðulega fyrir í náttúrukvæðum og landslýsinga, eins °g algengt er í íslenzkum kveðskap. Þetta kemur t. d. fram í kvæðinu urn Dómkirkjuna í Niðarósi, en einkum í kvæðinu Sogn: Sögufrægu sveitir, Sogn, með' stoltarmót! Islands kjarnaættir eiga hingað rót. Landið og sagan eru ofin saman órofa böndum. Saga landsins er bjá Jakob Thorarensen saga afreksmannanna og örlaga þeirra. Sögukvæði hans eru um stóra menn og „dyn stórra daga“. í þessu getur brugðið fyrir betjudýrkun á Carlyles-vísu. Samt geri ég ekki ráð fyrir því, að um nein álirif sé að ræða frá •dleroworship“ Carlyles, enda þurfti íslenzkt skáld ekki þangað að seilast, svo bæg eru lieimatökin. Um Napóleon segir í kvæðinu Fanginn á St. Helena: ILálfa veröld hrærði liugur þessa manns, jafnvel hjörgin hærði hrýndur vilji lians. Og um söguna segir hann í öðru kvæði, að „glæsibragð og gjörfu- leika geyma sögur bezt“. Jakob Tborarensen liefur verið fundvís á sögubetjur. Hann Þefur ort um Snorra goða og Þorgils skarða. Hann yrkir um vUmenn, sterka menn og staðfasta. Um Snorra goða segir bann:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.