Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 32

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 32
96 JAKOB THORARENSEN, SKAI.D EIMREIÐIN arensen snýst um. Gagnrýni lians getur verið kaldranaleg, ádeila lians liryssingsleg og tilfinning Jians fyrir inanndómsskorti og vonsvikum sar eða siðavönd. En samt er livorki siðvendni lians né ádeila ófrjósöm eða lamandi. Það, sem virða má til liörku og kulda í kveðskap hans, er raunsæi, en ekki vonleysi eða nið- urrif. Þó að hann yrki um veturinn, er lionum ljóst, að vetur og sumar eiga eina sameign, það er „sólbjarmans vagga, þú lieið- Joftið blátt“. Þess vegna á hann einnig í mörgum k.væðum sínum mikið „ítak í sólbjarmans sjóði“. Honum liefur orðið að bæn sinni í fyrsta kvæði fyrstu hókar sinnar: Heiðríkja! — kæði í lífi og ljóði — lyftu mér til þín í dagveldin há. Það mætti segja, að trúin á lieiðríkjuna væri trú Jakobs Tlior- arensen. Og það er góð trú og sáluhjálpleg. Jakob Thorarensen hefur aldrei verið trúarskáld, í venjulegum skilningi þess orðs og reyndar ekki lieldur neinn árásarmaður á kirkju eða kristni. Hann getur að vísu ort um „heilög jólin“, sem „hverju lijarta, er kól, veitir hlýlegt skjól“, og fundið, að „gott á liver, sem getur sig geislum trúar vafið“, og fengið af því frið í sál sína. Hann lætur sér samt venjulega freniur fátt um finnast kristniboð og liversdaglega guðrækni, þó að hann neiti ekki þeim áhrifum, sem hún liefur undir niðri: Gegnuni þóttann grisjar í guðræknina okkar. Trú Jakobs Thorarensen kemur annars víða fram. Það er truin á lífið og landið, á manndóm og mannúð: Hún er orðfá og einföld mín hin örugga trú. Sérhver eðallynd atliöfn er til uppheima hrú. Léttu hróður þíns hyrði, það er hetra en allt hax við himinsins huldu, hak við lielmyrkrið kalt. I þessu sama kvæði (IAveiktu ljósið, í Snæljós) talar hann uffl það, að af mannúðinni „ljómar hádegi hjartans — sem til liinin- anna nær“. Trúin á landið kemur fram í ýmsum vor- og suniar-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.