Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 35

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 35
EIilREIÐIN 99 Vorljóð. I dag er gleðirödd í fossins falli, nú finn ég það. Og lífkvik ólga leysir burtu snjóinn við ljóssins bað. Og ljósið birgir bætiefna forða hvern brumsins væng, sem draumlaust svaf í kuldans krepptu örmum á klakasæng. Og hug minn nýja krafta finn ég fylla, sem fjör mitt kýs. Og blóðið þreytir þolblaup sitt um æðar, og þrek mitt rís. Og allir draumar vakna í vitund minni við vorsins kall. Ég stilli alla strengi sálar minnar á stuðlafall. Og töfraklæðið breiðir vorið bjarta á brekku og hól og lætur fagra glæsi-glitið skarta, er geislar sól. Og bafrænán ber ferskan gust til fjalla frá fjarstu strönd og lierðir hlaupin djörf til fremstu dala um draumalönd.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.