Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 36

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 36
100 VORLJÓÐ eimreiðin í vorsins önn er enginn hvíklardagnr og ekkert hik. Sú þrotlaus elja aldrei kyrrðar nýtur eitt augnablik. Og samræmd orka sólardagsins langa, er sól rís hæst, við daggarúðans dýra lyfjaforða er dásemd stærst. Ég veit, að lífsins eilíft undraveldi er ótalþætt, og allt, sem vetrarógnin eyddi og deyddi, er endurfætt, því lofsöngvar frá loftsins vegum hljóma sem ljúflingsmál, og jafnvel daufdumb öfl hins ólífræna fá eld í sál. Hví skyldi eg þá efa sjálfs míns vonir og innstu þrá, fyrst ormsins börn og blómsins fóstur lifa og bjargast fá? Því vil eg trúa, að undur upprisunnar sé örugg hlíf, og beygi efans kné í undirgefni. Sjá, allt er líf! Jens Hermannsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.