Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 47

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 47
eijireiðin GISTING 111 að í sveitinni. Og þegar þokan grúfði svona niður í hlíðarnar °g bannaði útsýnið að mestu, og þegar hljóðleikinn var svona ríkur og hann svona einn, þá var hann sannarlega oft hræddur rrm, að hann hefði gert sína mestu æviskissu með því að grafa S1g heima í dalnum. Bekkjarbtæður hans höfðu vissulega brotið sér brautina. Eins °g rifjast hafði upp í kvöhl, höfðu sumir þeirra komizt í ágæt- ustu embætti landsins og einn eða tveir lifðu kóngalífi erlendis. Sjálfur hafði liann ekki verið eftirbátur þeirra flestra í skólan- Uni, en liann hafði fundið það og skilið á Halldóri, að samkvæmt alntennu áliti liefði eiginlega ekkert orðið úr honum. Hann Var bara bóndi. Og það var ekkert, ■— ekki satt? Rétt eins og áburðarhestur Var varla tekinn með, þegar talað var um hesta, gæðingana. Hann vissi vel og liafði alltaf vitað, að liann hefði vel getað °rðið kennari í liöfuðstaðnum, ef hann hefði farið á Háskólann. Það var jafnvel ekki loku fyrir það skotið, að hann hefði komizt bar í eitthvert arðvænlegt fyrirtæki. Guð veit, nema hann hefði líka getað orðið álirifamaður í bæjarfélaginu eða landsmálabar- attunni, engu síður en Halldór Pétursson. Já, komizt á þing. Enginn spáði neinu slíku urn Halldór í skóla. Hann varð þetta allt í einu, eiginlega áður en nokkur vissi. Fyrst uppbótarþing- niaður við dauðdaga annars flokksmanns og síðan alþingismaður yi3 næstu kosningar, af því að liann var einu sinni kominn inn. Öllum var víst dulið, livað hann hefði í raun réttri afrekað. En Þverju skipti það? Hann var þetta. Sjálfur liafði Jóhann að vísu dálítið gert í sérstaka átt. Hann Þafði ekki aðeins fætt sig og klætt í þessi ár, liann hafði líka Þeint og óbeint fætt og klætt ýmsa aðra. Búið hafði verið í Uleðallagi stórt, og það voru alls ekki svo litlar afurðir, sem í allt voru komnar í kaupstaðinn. Margir liöfðu áreiðanlega notið bess. Óneitanlega var það minna en einskis metið og því að v°Uum lítið þakkað af flestum borgarbúunum, en matur var nú Samt alltaf matur. Einhverjum liafði hann áreiðanlega komið haldi. Og túnið liafði hann aukið allverulega og sléttað. Það munaði ^a^klu hve lieyöflun var hægari hér nú og fljótteknari — munaði Rtiðjimgi eða meiru í lians tíð. Og næstum allt túnið mátti nú

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.