Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 51

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 51
eimreiðin GISTING 115 sólin að byrja að tæta sundur þokuflókana. Og hann var rétt t*úinn að drekka morgunkaffið frammi í eldhúsinu og kominn ut á varinlielluna, þegar síðustu linökrarnir liurfu úr fjallabrún- tinuni. Já, dagurinn heilsaði dásamlega fagur. Logn — blækyrrð. í'jöllin græn upp að eggjum, enn grænni í dag en í gær, vegna úaggar næturinnar, silfurstrengjaliljóð lækjanna óvanalega skaert, niður árinnar dimmmjúkur. Lambær á beit í hlíðinni, lömbin hoppandi og skoppandi í sífelldum leik livert við annað, hestar liggjandi fram með ánni, farið að rjúka á bæjunum. Á svona glitrandi vormorgni fannst Jóhanni sveitin raunar ævinlega óviðjafnanleg. Hann játaði að vísu, að dalurinn var oneitanlega fábreytilegur og þröngur, en liann jafnaði það næst- °111 upp með friðsældinni og hlýleikanum og ilminum, sem hér Var svo ríkur úr jörð, — steig manni hér til liöfuðs eins og reykelsi. Og þó útsýnið væri takmarkað, var það alls ekki smá- fenglegt. Fjallgarðuri nn var liár og hrikalegur, heiðarbrúnin hka brött og breytileg, áin í einu fögur og söngvarík. Og býlin 'hógu úr strangleika og liljóðleika umhverfisins, ekki sízt Skarð. Aldrei liorfði hann svo yfir slétt og mikið túnið, snilldargerðan Vallargarðinn og grasigróin útihúsin, að honum hlýnaði ekki eitt- hvað um hjartaræturnar og fyndist raunar gott að eiga hér heima. harna stóð bíllinn, gljáandi og rennilegur, utan við bæinn, Sannarlegt djásn. Seint myndi hann nú eignast annað eins farar- tseki, meðan liann væri bóndi. Hann átti hinsvegar hestana. Og þeir gátu verið góðir líka. Nú var liann t. d. að liugsa um að bregða sér inn í Þverdal með 8keifur til Sveins, sem hann liafði smíðað og Sveinn þurfti að fa fyrir smölunina. Hann átti þangað líka fleiri erindi. Klukkan Var aðeins rúmlega sjö, og liann hlyti að verða kominn aftur áður en ferðafólkið rumskaði, klukkan 9—10. Ekki gekk bíll l,angað inn eftir, en Gráni myndi ekki vera lengi að skila honum fram melgöturnar. Jóhann týgjaði sig í snarheitum, kastaði kveðju á konuna og srefndi til lirossanna með hnakk og beizli um öxl. hegar hann var kominn á bak Grána, og Gráni geystist með hann inn melana með höfuðið uppi í fangi hans og léttur og kvikur eins og hugur manns, þá sópuðust áhyggjumar af Jó- anni og þyrluðust burt eins og ryk vegarins.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.