Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 66

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 66
130 HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 EIMRBIÐIN leggja um þetta og ráða ráðum okkar, sýndist okkur eitthvað á hreyfingu við jökulbrúnina. Töldum við víst, að þarna kæmu veiðimennirnir. Lagði ég þá af stað með tvo reiðingshesta til að atliuga um þá og flýta fyrir þeim. Er ég kom inn undir jökul- inn, komu þeir á móti mér með alla liesta klyfjaða, bæði reið- ing6liesta og hnakkhesta. Urðu þeir fegnir að fá mat, því þeir liöfðu liaft mikið erfiði, en lítið nesti. Þeim hafði gengið ferðin vel, en seint. Mjög var áliðið dags, er þeir komu út á ranann, fóru þá að elta dýr og lentu su.ður undir Gljúfurá, en það er mikið vatnsfall, sem kem- ur undan jöklinum og fellur í Jökulsá á móti miðjum rananum. Er þeir höfðu skotið þrjú dýr, var orðið myrkt um kvöldið, og þar sem vegur var ó- greiðfær innarlega á ran- anum, treystu þeir sér ekki til að safna dýrunum saman um nóttina, en sett- ust að, sváfu í hreindýra- feldunum og létu sér líða vel. Morguninn eftir fóru þeir með birtu að safna saman dýrunum, en voru þó ekki komnir vestur yf' ir fyrr en klukkan 1 um daginn, og mátti þó lieita að vel gengi. En þreyttir voru þeir orðnir. Þeir sögðu greiðfært yfir jökulinn, en bleyta og aurleðja mikil við jökulröndina. Þar sem jökullinn er alltaf að þiðna og vatn vætlar yfir sandleðjuna, verður af kviksyndi, sem hestar kafa í kvið eða meira. Þegar við komum að bílnum, voru bílstjórarnir og Sigmar búnir að ganga frá öllu á bílnum, og vorum við fljótir að bæta því á, sem af rananum kom. Buðum við nú bílstjórunum að koina með okkur Sif'mar, Pétur Maak bilstjóri, Þorsteinn, Fritirik á Hóli.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.