Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 67

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 67
EIMREIÐIN HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 131 1 tjöldin og fá góða hreindýrasteik. Kom þá vatn fram í munninn a þeim, en þar sem þetta var allmikið úr leið og ekki fært bíln- uni, gáfu þeir sér ekki tíma til þess, en óku af stað heimleiðis, og óskuðum við þeim góðrar ferðar með lireindýrakjötið, sem fljót- lega þurfti að komast í frystiliús á Reyðarfirði. Nú var riðið' greitt lieim að tjöldum. Vorum við Sigmar búnir að láta jökulfarana vita, að við hefðum næga súpu og kjöt handa þeim frá deginum áður, en þegar þeir litu ofan í súpuskálina, leizt þeim ekki á, því þar var mest storkið flot. Sáum við þá, hver var orsök þess, að okkur fannst súpan ekki lystug daginn áður. Kjötið var feitt og súpan mestmegnis flot, en okkur kom ekki í hug að fleyta ofan af pottinum. Fengum við því lítið orð á okkur sem matreiðslumenn og vorum ekki til þess notaðir aftur, enda söknuðum við þ ess ekki. Var nú hreindýrakjöt, steikt í smjöri, ásamt brúnuðum kart- óflum, aðalrétturinn, og ávaxtasúpa á eftir. Er það einhver bezti miðdagsmatur, sem liægt er að fá. Að máltíð lokinni gáfum við °kkur til róleglieita, það sem eftir var dagsins. Um kvöldið fórum við Hermann og Kjartan ríðandi upp á Sauðafell, að skyggnast eftir dýrum, en urðum einskis varir. Sauðafellið er sérstakt toppmyndað fjall og talsverður gróður 1 hlíðum þess að sunnan, upp frá Jökulsánni. Af Sauðafelli var óásamlegt útsýni. Sézt þaðan yfir öll Fljótsdalsöræfi norðan og Vestan Snæfells, Káralinúkar hinumegin Jökulsár, lítið eitt neðar Hieð ánni, og fellur áin þar í ægilegu gljúfri. Þá sézt vestur yfir ^rúaröræfi og í norðvestri Herðubreið, en að sunnan öræfin eins °g óendanleg flatneskja. Er jökullinn meinleysislegur í slíku agætis veðri. Nokkrar kindur og álftir sáum við, en engin hrein- óýr. Héldum við því brátt lieim að tjöldunum aftur og vorunt nú Sannfærðir um það, að mjög fá eða jafnvel engin dýr væru vestan Kringilsár, en gerðum ráð fyrir að þau liefðu, vegna styggðar, farið austur yfir ána, á ranann. Þegar fararstjórinn vakti okkur á mánudagsmorgun, eftir að ^afa atliugað um liestana, sem voru rólegir, tilkynnti liann okkur óagskipan sína, sem var á þá leið, að þegar við hefðum fengið morgunhressingu, skyldu skotmenn, þeir Hermann og Kjartan, strax fara ríðandi á skjótuin gæðingum inn á jökul, fyrir upptök arinnar og út á rana til veiða, en hann og við Sigmar kæmum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.