Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Page 68

Eimreiðin - 01.04.1946, Page 68
132 HREINDÝRAVEIÐAR SUMARIÐ 1945 ■BIMREIÐIN með hestana og farangur allan á eftir. Var nú brátt liafizt lianda. Skotmenn þustu að stað, töldu að þeir yrðu um 3 tíma fra tjöldunum yfir á Rana, en við með lestina eina 5—6 tíma. Það var mikið verk að ganga frá tjöldunum og öllum farangri, binda hann í klyfjar og liandsaina alla liesta. Þegar tæp klukku- stund var liðin frá því að þeir Hermann og Kjart'an fóru, sjáuin Lagt í Kringilsá. við þá ríða hinumegin að ánni, beint á móti okkur. Þeir liöfðu þá riðið ána inni á vaðinu og veifuðu nú til okkar, en ekki gátum við liaft tal af þeim, því svo var vatnsgangur mikill í ánni, að ekki lieyrðist, þó reynt væri að kalla yfir hana. Vorum við nú ánægðir yfir því, að þeir liefðu allan daginn fyrir sér til veiða. Þólt við hömuðumst eins og við gátum, við að búa upp á hest- ana, vorum við ekki húnir fyrr en á tólfta tímanum. Inn að vaðinu á ánni var leiðin mjög seinfarin vegna grafninga, er sumir voru illir yfirferðar. Við liöfðum mikinn liug á að komast yfir ána og losna við krókinn inn á jökul, og ræddum um það á leiðinni að prófa ána, en snúa ekki frá henni að óreyndu, þ° okkur sýndist hún ekki árennileg, þar sem hún valt fram kol-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.