Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.04.1955, Blaðsíða 44
116 RÓA SJÓMENN ... EIMBEIPlf( þyt og lítur upp. Fylking hvítra sjófugla flýgur yfir bátinn, fer geyst, með stefnu á land, og djúpt í heimsvíðáttunni hrapar stjarna í stórum boga. Öldutopparnir klappa ekki lengur bátnum eins og örsmáar barnshendur, Byrðingurinn er laminn heiftúðlega utan, og römm sjávarselta berst að vitum drengsins; vindhviða togar í úlpuna hans, báturinn hallast, og Ijóskerið slæst við mastrið. Hann lítur í kring' um sig, áður en hann hverfur undir þiljur, hann sér hverg1 til lands. Jökull formaður rís upp við dogg og leggur við hlustirnar- Hver vindhviðan annarri snarpari skellur nú á bátnum- „Hann er að hvessa!“ Formaðurinn snarast yfir kojustokk' inn og stjakar við kokknum og vélamanninum. ,,Við verð- um að draga strax.“ „Hákarl!“ Jökull innbyrðir netin sundurtætt á margra metra fsen- Og brátt koma þeir auga á þennan óaldarlýð hafsins; það er krökkt af honum í sælöðrinu kringum bátinn. Ljóskerið slæst við mastrið og glerbrotunum rignir yfir Líkafrón. Báturinn er farinn að taka stórar dýfur. Afturendinn ns upp leiftursnöggt, hærra — hærra, sveiflast nokkur andar- tök hátt yfir særótinu, hrapar svo hljóðlaust eins og gegh' um loftómt rúm, lýstur hafflötinn með þungum skell — sjórinn rís upp eins og veggur úr grænu seigfljótandi gleri- Báturinn skelfur sem fársjúk skepna, og sædrífan steypiS* látlaust yfir mennina. Drengurinn fær nístandi kvalir fyr'r bringspalirnar, kiknar í hnjáliðnum, fellur á fjórar fæW1' og spýr í marglittuhlaupið og salta froðuna; köldum svita slær út um líkama hans, en hendur hans og handleggir’ flakandi í brunasárum undan marglittunni, leita jafnskjótt aftur í möskvana. Þetta er eldskírn hans — hann verður að standa sig, hann skal, skal! Hann lætur sig engu varða þórdrunur og hákarlsugga, skynjar ekkert nema net og aftur net, þau hraukast upp fyrir augum hans, og af ótrú' legu harðfylgi heldur hann áfram að draga þau aftur fyfir stýrishúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.