Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1955, Side 68

Eimreiðin - 01.04.1955, Side 68
140 ÓLÝGINN SAGÐI MÉR EIMREIBIN Gróa fær fyrst málið. Hún hálfhvíslar, skjálfandi röddu: „Við skulum koma. Það er ástæðulaust að troða svona glæpa' hyski um tær!“ Dóra rekur upp hrossahlátur og frúrnar hrökklast fram í anddyrið. Þær eru lengi að finna skóhlífarnar og regnhlíf' arnar sínar í myrkrinu, enda þvælist hver fyrir annarri- Dóra stendur í dyrunum og hlær og hlær. Hlátur hennar glymur í eyrum frúnna langt út á götu. Þær staulast áfram, þegjandi, aldrei þessu vant, i kraparigningunni. Soffía snökktir af geðshræringu. Hún tautar milli samanbitinna tannanna: „Bannsett tæfan — bannsett tæfan!“ Erna grípur skyndilega andann á lofti. Það færist ísmeygi' legt bros á varir hennar og kuldaglampi kemur í augun- Hún lýtur að Gróu og hvíslar: „Það hefur þá tekizt í Reykjavíkurferðinni eftir allf saman.“ (Endir.) ★ FÍFUR e/l/r Örn á StéSja. Útvarp. Fyrr og nú. Fyrst varst ]>ú á ferðaleið frjáls og æskuglaður. Eftir tíu ára skeið aldinn reynslumaður. tJtvarp fæðir illt og gott. (Jtvarpsæðið ber þess vott. Útvarps rignir alheimstál. Útvarp skyggnir þjóðarsél. stokkin aldar hrimi, fögur sýnir fastatök fljóSs á valda-rimi. Um skáldkonu. Fjögra lína stakan stök, Augnabliksmynd viS útvarpiS. Hlýði ég á manna mál milli vonar og ótta. Norðlenzk æsku sagnasál sýnist mér á flótta. OrSaleikur. Barns frá minni breytt er svið bæ við minn — í Hruna. Oft ég minnist ennþá við æskuminninguna. Hér má sjá þess virka vott vitt um byggða lendur: Auðlærðara er illt en gott, eins og ritað stendur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.