Ægir - 01.03.1912, Qupperneq 5
ÆGIR.
29
skildi ekki og skil aldrei, hversvegna veif-
urnar eru sparaðar svo mjög við skipa-
komur yfirleitt, og síst skil jeg það, þeg-
ar svo mikill fjöldi bæjarmanna hvort-
heldur lcveðja eða heilsa, eins og á sjer
stað, þegar fiskifloti okkar byrjar eða
endar ferðir sinar. Þið getið naumast
hugsað ykkur hversu ertandi það er að
sjá stengur ykkar, sem göngustafi á beru
hjarni, berstripaðar þegar við siglum með
fána vorn i fullum hún.
Falla þá augu mín á tvo fjarska fall-
ega botnvörpunga, sem lágu á höfninni,
reglulega knarreist og »trölls«leg skip,
enda af sumum tröll kallaðir. Mjer datt
i hug: Mindarleg afkvæmi hafa kugg-
arnir þarna látið eftir sig, óskandi aö
þessir yrðu ekki eftirbátar forfeðra sinna,
þá mundi Reykjavik eiga góða framtíð.
Við fórum nú af stað, en engum
veifuín fjölgaði fyrir það, og hjeldum
sem leið lá út að Garðskaga, sje jeg þá
hvar fjöldi opinna báta, sigla langt vest-
ur, i haf út af skaganum, svo langt að
jeg i sjónauka naumast gat sjeð seglin
sumra. Jeg er nú engin sjóhetja, enda
brá mjer til muna, og datt i hng: Komi
nú landsynningsstormur á þessa menn
þarna, hversu margir munu þá með
heilu komast aðlandi? Væri þetla ann-
arstaðar en hjer á landi, myndi maður
hafa sjeð einhverskonar vjelaskip á vakki
nálægt þessum litlu fleytum, þeim til
hjálpar ef þörf gerðist, en hjer var ekk-
ert. Mjer flaug i huga veturinn 1906
með stórtíðindunum miklu, þá mundi
jeg að samskot voru hafin af ýmsum
bæjarbúum Reykjavikur og átti að verja
samskotunum að einhverjum hluta til að
smíða eða útvega björgunarbát á flóann.
Jeg hef ekkert kynt mjer hvernig þeim
samskotum reiddi af og heldur engan
sjeð bátinn, en sje nokkursstaðar þörf á
björgunarbát, þá er það hjer, meðan
sunnanbúar stunda sjó á opnum bátum
og þurfa svo langar leiðir að fara til að
ná í afla.
Mjer varð af forvitni litið upp á
landið og sá hinar marglitu byggingar,
margar fremur snotrar en auðsjáanlega
flestar byggðar úr timbri og járni eins
og flest hús hjerálandi. Þessi hús, sem
kosta ærið fje, en endast ekki að þvi
skapi. Þarna sá jeg meðfram allri strönd-
inni breiða rönd af mjallahvitum skelja-
sandi, sem auðsjáanlega var ællaður hjer-
aðsbúum til einhverra nota. Og hvaða
not má þá hafa af honum? Hann er
einmitt það bjrggingarefni, sem þið ættuð
að nota, ef þið byggið hús ykkar úr
honum, eftir nútiðar máta, þá byggið þið
ekki að eins handa ykkur eingöngu, held-
ur líka handa eftirkomendum ykkar.
Þessi hús eru af öllum talin góð eign
og árlegt viðhald og ábyrgðargjald hverf-
andi í samanburði við timburhúsin. Það
gæti hugsast, að þessi sandur yrði verzl-
unarvara fyrir ykkur, að ógleymdu þvi
að á skaganum, einmilt i þessari sendnu
jörð, mætti rækta svo mikil jarðepli, að
gjaldaliður sá, er á hverju ári nemur
um 75 þúsundir króna fyrir aðflutt jarð-
epli, gæti að öllum líkindum algjörlega
horfið.
Þar næst varð mjer litið á gamla
höfuðbólið Sandgerði, vissi jeg að þar
var bátalending hin besta til forna, og
bjóst við að sjá — eftir öðrum framför-
um að dæma — gömlu leiðarmerkin
skír og greinileg, en þvi fór fjarri1). Keilir
er að visu jafn skír og áður, en sá gallí
fylgir honum, að hann er svo felugjarn
og eins var i þetta sinn, landmóðan hafði
hjúpað hann blæju sinni. Þá var varð-
an gamla i heiðinni, hún var löngum
1) Pegar slööin nýja var reist i Sandgerði,
voru ný leiöarmerki gerð úr trje i staö hinna
gömlu, sem bæöi voru ónóg og óljós. Ritstj.