Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1912, Side 13

Ægir - 01.03.1912, Side 13
ÆGIR. 37 og Ólafs fríkirkjuprests Ólafssonar. Útgerð skipsins kvað hafa geíið 2 þús. króna til samskotanna. En safnast þurfa mörg 2 þúsund. Þá varð annað stórkostlegt manntjón á skipinu vLanganesv., eign hlutafjelagsins P. I. Thorsteinsson & Co. Þar tók út í ofsaveðrinu sama 5 menn, er láta eítir sig ekkjur og börn sumir þeirra. Menn þessir voru: 1. GuðjónJónsson fráÁnanaustum íReykja- vík, ekkjumaður og á eitt barn á lífl. 2. Jón Pálsson, einnig úr Reykjavík, 28 ára að aldri, lætur eftir sig konu og börn. , 3. Kristján Magnússon, ókvæntur maður, frá Patreksíirði. 4. Sigurður Jónsson, frá Syðstavelli í Ár- nessj'slu, ókvæntur maður, 28 ára að aldri. 5. Sigurgeir Ólafsson, frá Bjarnaborg í Reykjavík, lætur eftir sig ekkju og eilt barn. Sömu nótt tók út mann af skipinu »Haffari«, eign Sigurðar Jónssonar í Görð- unum. Hann ljet eftir sig ekkju og börn. Maður þessi bét Þórður Erlingsson og átti heima i Reykjavík. Þetta eru þeir mestu mannskaðar, sem hafa orðið hjer, síðan »Manntjónið mikla« vorið 1906. Þá liafa 3 menn slasast á botnvörp- ungum — einn handleggsbrotnað, annar skemst á höfðinu og þriðji mist annari fótinn, ltafði orðið fyrir virnum. Öll þessi slys ættu að verða sjómönn- um vorum mikil hvöt til þess að vátryggja líf og limu. Aflabriigð hjer sunnanlands hafa verið, það sent af er vertíðar, rnikið stopul og rýr. Gæftir vanstiltar fyrir sunnan land nú urn fjögra vikna tíma. í Vestmannaegjnm lítill aíli frá um miðjan febrúar. Á Stokksegri, Egrarbakka og Porlákshöfn kom ganga nærri landi fyr- ir miðjan þ. m., og aflast vel þegar gefur. í Höfninni best. Þaðan gengur 21 skip, 16 ntenn á hverju. 20 staða skipti. Upp undir öOíhlut. ÍGrindavík sömuleiðis. ÍHöfnum og á Miðnesi lítill aíli á opna báta. Aftur á rnóti hafa mótorbátar frá Sandgerði fengið þó nokkurn afla. Um 20. þ. m. munu þeir hafa verið búnir að afla um 6000 til jafnaðar, mest lóðafisk. Nelafiskur nauða- lítill, en er nú aíð lifna. Fiskur allur á djúp- miðum. Fyrir innan Skaga hafði ekkert afl- ast fram oð þeim 20. þ. m. Þilskipin hjeðan úr bænum hafa einn- ig lítinn afla. Meðalafli um miðjan þenna mánuð 5—6 þúsund. Botnvövpungarnir liafa aflað eins og hjei segir: Snorri Sturluson til 26/s • • • 50 þús. Frej'r til 24/s 26 — Snorri goði til ls/3 70 — Skallagrímur til 18/a 70 — Baldur (Th. & P. Th.) íil 27/3 . . 45 — íslendingur til 16/s 20 — Leiguskip (Elías St.) lil 1G/3 . . 10 — Leiguskip (Elías St.) til n/s . . 16 — Marz til ®/s 18 — A. G. (leiguskip) til 22/3 . . . 44 — Jón forseti til u/a 40 — Skúli fógeti til 17/3 33 — Garðar landnemi (H. Zoega) til n/s 25 — Leiguskip (H. Zoéga) til . . 31 — Bragi (Th. & P. Th.) til 2d/s . . 30 — Veiðarfæratjóu. Það er daglegt brauð, á vetrarvertíð- inni einkum, að missa meira eða minna af veiðarfærum, oftast vegna óveðurs, en stund- um vegna þess, að nágranninn er ekki nógu frómur. En þess munu þó einsdæmi, að veið- arfæri tapist í einni veiðistöð i einum róðri fyrir þúsundir króna, en áreiðanlegur og kunnugur maður sagði oss, að á tveim dögum liefðu Vestmannejúngar mist veið- arfæri fyrir um 7000 kr., og alt auðvitað óvátrygt. Það þarf þó nokkra fiskugga lil þess að bæta þann skaða.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.