Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1912, Page 16

Ægir - 01.03.1912, Page 16
40 Æ G I R . 2 railj. 788 þús. kr. veittu Svíar á síðasta þingi úr rikis- sjóði til þess að byggja fiskihafnir, 24 að tölu, i ár. Auk þess var það samþykt, að ríkið tæki að sér í framtiðinni að byggja og endurbæta um 60 aðrar fiskihafnir. Norðraenn veittu fyrir fjárhagstímabilið, frá 1. júli 1911 til 30. júní 1912, 409,300 kr. til eft- irlits, verndunar og eflingar fiskiveiðum ríkisins. þar af til fiskifjelaga í einslökum hjeröðum landsins 33,800 kr., gegn % til- lags frá hjeröðum þeim, sem hlut áttu að máli. 19—20 þús. hvalir er talið að drepnir hafi verið í Suður- höfunum árið 1911. Við Englandsstrendur hafa í síðustu 6 ár verið drepnir frá 250 og upp i 700 á ári, við Ný-Fundnaland á sama tíma frá 450—1300 á ári, við ísland 500—800? Talið er víst, að hvalnum verði gjörsamlega eytt með þessu háttalagi. Kolaverkfallið. Það hefur 28. þ. m. staðið í 4 vikur og gert svo mikinn usla í öllum samgöng- um og fjölmörgum iðnaðargreinum, að langt líður, áður en Norður- og Vestur-Evrópa, að minsta kosti, biða þess bætur. Missagnir höfðu gengið af því i ensk- um blöðum hvernig forsætisráðherra Breta, Asquith, höfðu farist orð á sáltafundi milli verkmanna og námueigenda. Herma sum blöð, að hann hafi sagt, að lögákveðin lágmarkslaun lcolaverkmanna ættu að eins að vera fyrsta skrefið til þess að setja lág- markslaun í fleiri iðnaðargreinum. í ræðu í enska þinginu mótmælti hann, að sjer hefðu farist þannig orð, en sagði að orð sin til verkamanna hefðu fallið þannig: »í dag eruð þjer komnir að því tak- marki, sem þjer fyrir ári, fyrir sex mán- uðum, já, meira að segja fyrir sex vikum hafið talið ómögulegt að ná. Þjer hafið fengið 65% af kolanámaeigendum lands- ins til að fallast á, að það verður að lög- ákveða hæfileg lágmarkslaun í yðar iðnað- argrein. í*jer hafið fengið fulltrúana, sem bera ábyrgð á stjórn landsins til að lýsa j'fir því, að þeir sjeu sannfærðir um sann- girni og rjettlæti þessa máls og að þeir munu beita öllum ráðum, sem nauðsyn krefur, til þess að fá því framgengt i öll- um kolahjeruðum landsins«. Mr. Asquith hefur og staðið við þessi orð, því að nú hefur stjórnin lagt fyrir þingið frumvarp um lágmark vinnulauna kolaverkmanna. Þetta er einn sá stærsti viðburður, sem gerst hefur í löggjafarsögu nokkurs lands á siðari áratugum, þvi að hjer fer löggjafarvaldið inn á svið, sem um aldirnar hefur verið talið einkasjer- málasvið einstaklinganna. Og gela hjer mörg tíðindi og stór á eftir farið. Skírteini til deildarfjelaganna. Stjórn Fiskiíjelagsins hefur ákveðið að útbúa sjerstakt brjef, senr senda skal öllurn deildarfjelögum, sem skírteini fyrir þvi, að þau sjeu tekin upp i Fiskifjelag íslands, sem deild. Brjef þetta verður þannig gert, að á það verður skráð númer og nafn deildarinar, nöfn stjórnenda henn- ar, stofnunardagur, ár og meðlimafjöldi. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.