Ægir - 01.10.1912, Síða 3
ÆGIR
111
Aftur var það flest gamalkunnugt fyrir mig.
Af veiðiskýrslunum mátli sjá hina miklu
breytingu, sem liefur orðið á um hval-
veiðar Norðmanna í norður- og suðurhöf-
um á síðustu árum, því að það voru:
Árið veiðibátar veiddii hvafir
í Norður- höfum í Suður- höfum í Norður- höfum i Suður- höfum
1906 50 2 1595 183
1907 52 3 1907 417
1908 55 7 1730 866
1909 51 21 1985 3333
1910 53 30 1492 5435
1911 46 60 1165 12635
Rað er með öðrum orðum sagt, að hval-
veiðarnar hafa vaxið tiltölulega miklu
meira suður frá, en þær hafa minkað
norður frá. Breytingin er þó orðin enn
meiri nú og er ekki fullgerð enn.
I öðru af þessum herbergjum var lagleg
og allfjölbreytt sýning frá Færeyjum, og
sýndu Eæreyingar þar í fjelagi. Var salt-
fiskur þeirra mjög fallegur, eins og hann
á vanda til, en annars var lítið að græða
á þeirri sýningu fyrir oss.
í næsta herbergi var alt íslenskt. Þar
hafði P. J. Thorsteinsson & Co. (wMiljóna-
fjelagið«) mjög álitlega sýningu á allskon-
ar fiskafurðum og auk þess töluvert af
skipa-líkönum, veiðarfærum, Ijósmyndum
og kortum og útbýtti auk þess snotrum
bækling, með upplýsingum um islenskar
liskiveiðar alment og sjerstaklega um versl-
un sína hjer á landi. Th. Thorsteinsson
kaupmaður sýndi saltfisk og aðrar afurðir,
myndir og líkan af hinum nýja botnvörp-
ung Baldri og Gísli Johnsen, konsúll i
Vestmanneyjum sýndi ýmiskonar afurðir
(fisk, lýsi, gotu o. fl.). Sýning þessi var
i heild sinni mjög snotur og vel til hennar
vandað, enda hlaut hún og mjög góða
viðurkenningu, P. J. Thorsteinson & Co.
gullmedalíu, hinir silfurmedalíu.
í sjerstökum húsuin inni á sýningar-
svæðinu höfðu reykjara- og fisksalafjelög
Kaupmannahafnar hvort sína sýningu.
Reykjarar sýndu reykingu og ýmiskonar
fisk reyktan, svo sem lax, síld og heilag-
íiski. Sjerstaklega skal jeg geta þess, að
þar sá jeg fyrst reykta svartaspröku, liina
grænlensku lúðu(spröku)tegund, er jeg
mintist á í fiskirannsóknaskýrslu minni
1910, og fæst dálítið af í Eyjafjarðarál, og
skal bæta því við það, sem jeg sagði þar
um verkun liennar (því að það vissi jeg
ekki þá), að reykjarar vilja ekki reykja
hana, sje hún minni en 8 pund, óslægð.
— Fisksalar sýndu allskonar fisk nýjan og
annað ætt af sjófangi, svo sem humra og
skelfisk, og mátti kaupa það lijá þeirn
daglega, því að liúsið var (líkt og reykj-
arahúsið) að hálfu leyti sölubúð, en í hin-
um endanum var frystihús, með frystivjel
frá A/S Thomas Ths. Sabroe & Co., Aarhus.
Báðar þessar sýningar fengu hæstu viður-
kenningu (heiðursskírteini), Sabroe gull-
medalíu.
Undir beru lofli voru margir hlutir sýndir,
er voru mjög rúmfrekir, og annars þoldu
áhrif veðráttunnar, og hlýtur það að hafa
sparað mjög mikið í húsasmíðum. Það
vildi líka svo vel til, að veðrið var hið
allra besta, allan þann tíma, sem jeg var
í Höfn, sólskin og breyskjuhiti á liverjum
degi, og mátti því eins vel sýna úti og
inni og miklu betra að skoða þar margt.
í nánd við aðalskálann voru stórir
stampar með ýmsa vega litum vökva í og
uppi yfir trönur miklar; þar sýndi verk-
smiðjan Iíymaia, Langebrogade 6, Kli. C.
n ý 11 litunarefni, sem hún nefnir
»Cúprinól«. Það er efni til að lita úr alls-
konar veiðarfæri, segl og presenningar.
Það er eirsambland, líkt og blásteinsvatn,
en hefur þann kost, að það skolast ekki
úr og liefur ýmsa liti. Kvað það gera öll
veiðarfæri nelmingi endingarbetri en ólituð.