Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1912, Síða 4

Ægir - 01.10.1912, Síða 4
112 ÆGIR Reynt hefur það verið í 6 ár. Jeg vil henda mönnum á þelta efni, án þess að jeg geti ábyrgst gæði þess, en gullmedalíu fjekk verksmiðjan. Hún sendir mönnum ókeypis bækling um notkun þess, ef um er beðið. Því miður láðist mjer að spyrja um verðið á efninu. Gott væri, ef hjer væri von á góðu og ódýru efni til þess að auka endingu veiðarfæra; það yrði mikils virði fyrir alla útgerðarmenn og íiskimenn. Skamt þar frá sýndu Norðmenn aðal laxveiðivjel sína, fleignótina (Kilenot), uppsetta og í fullri stærð; en af því að hún er nokkuð þekt hjer á landi, skal jeg ekki fjölyrða um liana. Þar sýndu og Svíar (Jul. Albrechtson & Co., Göteborg) bút af snyrpinót1) með öllum útbún- ingi og inni í aðalskálanum var lítið sýn- ishorn af samskonar nót, eins og hún tíðk- ast í Bohuslán, en þar liefur hún verið brúkuð lengi (síðuslu 30 ár) á bátum; en þeir fengu hana frá Norður-Ameríku (sbr. Skýrslu mína um fiskisýninguna í Björg- vin 1898, ísland 2. árg.). Síðar tóku Norðmenn hana upp og þeir komu svo með hana hingað til lands. Bjarni Þor- kelsson bendir á (í skýrslu sinni) að vjer mundum vel gela brúkað litlar snyrpinæt- ur með vjelardátum, svo góður árangur yrði að, og má vel vera að svo yrði, ef þær j'rðu ekki of dýrar í hlutfalli við afl- ann. Væri óskandi að einhverjir vildu gera tilraun. Auk þessa liöfðu Sviar þar margt af öðr- um netum, einkum fyrir vatnafiska, en langmest bar á hinni miklu netasýningu (alls 50 net smá og stór) er danskir fiski- menn liöfðu þar í sameiningu, jeg segi: langmest bar á, en það er þó ekki alls- 1) Nót þessi hefur tengið svo mörg nöfn á vora tungu, að það eru vandræði. Fiskimenn nefna liana vanalega norska nafninu (Snurpe- not), en af því hef jeg myndað snyrpinót; af gömlu norsku orði, að snyrpa (o: draga saman). kostar rjett, því að hún var ytst á sýn- ingarsvæðinu, að miklu leyti að húsabaki. En svo var þessi sýning mikil, að jeg þurfti fulla klukkustund til þess að fá fyrsta yfir- lit yfir hana alla. Mest bar þar á kvía- netum (Bundgarn) fyrir síld og ál. Þau voru þar í fullri stærð sett upp eins og á sjávarbolni með staurum og »leiðurum«. En svo var þar og urmull af öðruin net- um, einkum k o 1 a v ö r p u m (Snurrevaad), f y r i r d r á 11 a r v ö r p u m og g i 1 d r u in (Ruser) fyrir ál, þorska o. fl. Danir eru nú viðurkendir snillingar í ýmiskonar nela- gerð og mjög duglegir veiðimenn með föst- um netum og dráttarnetum (öðrum en botnvörpum). Ilafa Þjóðverjar jafnvel tekið þá til íyrirmyndar í mörgu þar að lútandi. Var auðsjeð, að Danir liafa viljað láta það á sjá, að þetta væri ekki óverðskuldaður orðrómur, og það liefur þeim víst tekist. Flest voru netin sett saman og mörg einnig riðin af sýnendum (fiskimönnum sjálfum). Sjálfsagt gæturn vjer margt lært af Dön- um í veiðiskap og liöfum þegar tekið upp eftir þeim síldar-kvíanetin (í Eyjaíirði og víðar), og vel gætum vjer brúkað kola- vörpur þeirra miklu meira en hingað til fyrir skarkola inni á fjörðum (eins og jeg hef oft bent á áður og sjálfur sýnt í fram- kvæmdinni, sbr. rannsóknaskýrslur minar 1908—1910). Ekki er lieldur neinn vafi á, að vjer gætum veitt hjer þyrskling í gildrur i fjörðum, og ál i samskonar veiði- vjelar í vötnum, ef framkvæmd væri á því. En í álaveiðum standa Danir fremstir meðal NorðurIan»abúa. Annars hefur fiski- veiðum Dana fleygt fram siðustu áratugi. 1900 var allur sjávarafli þeirra 7,76 milj. kr. virði, en 1911 c. 15 milj., eða lijer um bil eins og afli Svía, en V-i—Vs af afla Norðmanna. Af öðru, sem sýnt var undir beru lofli, skal jeg nefna: netasteina ísólfs Þáls- sonar; af þeim sýndi L. Fanöe, stórkaup-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.