Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1912, Page 7

Ægir - 01.10.1912, Page 7
ÆGIR 115 nycroft«-steinolíuvjelar. — Motala Verk- stads nya Aktiebolag, Motala, Svíþjóð, sýndi 10—120 HK. »Svea«-vjelar fyrir jarðoliu. — J. V. Svensona Motorfabrik, Augustendal, Stockholm, s>rndi 8—46 HK. »Avance«-jarðolíuvjelar (gull). — J. & C. G. Bolinders mekaniska Verkstad, Stockholm, sýndi 7—120 HIv tvígengis jarðolíuvjelar (gull). — Berglunds mekaniska Verkstad, Arsenalgatan 8 C., Stockbolm, sýndi 10—18 HK. »Original«-jarðoliuvjelar (bronzi). þetta gefur slult yfirlit yfir helstu vjela- verksmiðjurnar, sem sýndu, og jeg til- greindi heimilisfang þeirra, ef einhver vildi snúa sjer til þeirra. Nokkrum, sem sýndu eingöngu benzín-vjelar, lief jeg slept. Auk vjela var og margt sj'nt, sem tilhej'rði vjela- smíðum (einkum stál o. fl), frá ýmsum verksmiðjum á Þýskalandi, rafkveikiáhöld, smyrslaolíur (t. d. Vacuum Oil Company) o. m. fl., sem jeg hirði eigi að telja upp. Einkennilegur mótor er »Evinrude«-vjeIin (frá Aineriku). Hún er gerð lil þess að setja aftan á sinábáta (á vötn og ár og kyrran sjó) og kostar 350 kr. og vegur að eins 25 kg. Þess skal getið, að ekki voru nærri allar vjelarnar gangvjelar í skip eða bála, heldur voru þar og margar landvjelar til verk- smiðjurekslurs. Þar sýndi t. d. W. Nessler í Slavanger vjel til þess að loka með niður- suðudósum(Falsemaskine) reknameð mótor (heiðursskírteini). Þessi sýning er vist slærsta mótorvjela- sýningin, sem enn liefur verið haldin, og þótt hún væti alþjóða (internalional), þá var hluttekningin eigi mikil frá öðrum lögdum en Danmörk og Svíþjóð. Fyrir hönd amerískra og enskra verksmiðja voru umboðsmenn. Þjóðverjar sjmdu all- mikið (þó sumt gegnum umboðsmenn), eins og áður er sagt. Aðrar þjóðir ekkert. Af Norðurlandaþjóðum sýndu Danir lang- mest, sumt þó sem umboðsmenn. Svo komu Svíar; þeir sýndu eingöngu eigin framleiðslu, eins og siður er til, þegar þjóðir taka þátt í sýningu í öðru landi. En á Norðmönnum bar mjög lítið, því að að eins tvær verksmiðjur sýndu. Má af þessu sjá, að Danir og Svíar leggja mikla slund á mótorvjelasmíðar, og standa Sviar víst þar nokkuð framar, og á þessari sýn- ingu fengu þeir tiltölulega flest verðlaun (jafn mörg og Danir) og hæsta stigatal (Points), og Svensons Motorfabrik í Stokk- hólmi fjekk nú í þriðja sinni (og þar með fyrir fult og alt) heiðursverðlaun (silfur- bikar) fyrir bestan mótor, »Avance«-vjel- ina. — Hin góðkunna »Dan«-vjel fjekk að vísu ekki nema silfurmedalíu, sem smíðis- gripur, en aftur fjekk hún heiðursverðlaun (silfurbikar), sem sá mótor, er hefði unnið dönskum fiskiveiðum mest gagn. Sýning þessi bar það með sjer, að það er nú komin mótora-öld, og þó voru þarna ekki sýndir mótor-vagnar, mólor-hjólheslar nje loftför, sem ganga fyrir mótorum. Þarna voru aðallega sýndir mótorar sem gang- vjelar í skipum, og á þvi svæði eru þeir búnir að gera miklar byltingar, og sjálf- sagt er miklu meira í vændum. Því að mótorarnir eru að taka sífeldum umbót- um. Þarna á sýningunni voru l. d. mólor- ar (bæði »Dan« og »Hein«), sem seltir eru á stað án glóðarhauss og Primus-lampa eða rafkveikju, heldur að eins með snún- ingi (sbr. skýrslu Bj. Þork.), og verða þetta rnjög mikil þægindi, þegar það er orðið fullkomið, og sparnaður á olíu (sem nú veitir ekki af að spara með öllu móti). En ein mesta umbótin er þó sú, sem starfsmaður einn við Burmeister & Wains verksmiðju í Kaupmannahöfn, Knudsen að nafni, hefur gert á Diesel-vjelinni, þar sem honum tóksl að láta hana snúast á báðar hliðar, og þar með gerði mótorinn hæfi- legan sem gangvjel í stórskip. Á sýningunni í Björgvin 1898, sem var mikið stærri en Kaupmannahafnarsýningin

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.