Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1912, Page 9

Ægir - 01.10.1912, Page 9
Æ G I R 117 skip, eitt eða fleiri, gælu bælt úr því bág- borna, að jeg ekki segi lineixlanlega, á- standi sem nú er í höfuðstað landsins, þegar um það er að ræða, að fá n\7jan fisk til soðs. Loks skal jeg geta þess, að bátur þessi fjekk gullmedalíu (smiður P. O. Christiansons Aktiebolag, Strömstad) en A/B. Jul. Albreelson & Co. Göteborg sem áður er nefndur bjó til botnvörpuna (silf- urmedalíu fyrir net og nætur). Jeg hef nú reynt að skýra frá því helsta sem mjer þótti markvert á sýningu þess- ari. En það er mjög erfitl að skrifa um sýningu, svo að nokkuð verulegt lið sje i því, liægara er að segja frá ýmsu. Sýningin var mjög fjölskrúðug og Dönum eflaust til sóma. Jeg get ekki borið hana saman við aðra sjmingu, en fiskisýning- una í Björgvin 1898 og álít jeg, að hún standi hennij ekki að baki. Þær voru hvor upp á sinn liátt. Hin fyrnefnda var alþjóðasýning, og þar sýndu lönd eins og Bandaríkin, Rússland og Japan, og það gerði hana mjög fjölbreytta, en þessi hafði vísindasýninguna, hin stóru veiðarfæri á bersvæði og gangvjelasýninguna fram yfir liina. í sambandi við sýninguna voru haldnar tvær samkomur í Kaupmannahöfn. Önn- ur var samkoma fiskisala og haffiski-út- gerðarmanna (Fiskehandler og Halfiskeri- kongress), og var hún haldin 16. og 17. júlí og sótt af 3—400 mönnnm frá ýms- um löndum. Frá því sem þar gerðist er skýrt i Norske Fiskeritidende, bls. 273 o. s. frv. — Hin samkoman var Fiskmanna- samkoma Norðurlanda og var hún mjög fjölsótt, því að þar komu saman 2000 fiskimenn (að konum meðtöldum) frá öll- um Norðurlöndum (nema íslandi). Jeg var viðstaddur þegar landbúnaðarráðherra Dana, Anders Nielsen, selli þessa samkomu á sýningunni og úthlutaði um leið heið- urslaunum (bikurum og þessháttar). Stóð samkoman yfir dagana 25.—28. júlí. Var fiskimönnum tekið með kostum og kynj- um og hinni mestu rausn af hálfu borgai'- innar. Þeir bjuggu þar fyrir afarlágt vei'ð, var skemt í Tívólí, Dýragarðinum, og úti í skógi var samkoma. Annars var aðal- erindið að skoða sýninguna. Norðmaður inn Di'. Jóh. Hjort hjelt fróðlegan fyrii'lestur urn hafrannsóknir fyrir þá í Dagmarleik- húsinu o. s. frv., að lokum var þeim liald- in afarmikil veisla í Ráðhúsinn, hin slór- feldasta, sem þar hefur verið haldin, og var sagt að gestirnir hefðu verið mjög hrifnir af allri dýrðinni. — Nokkrum dög- um síðar komu 50 þýskir fiskimenn til þess að skoða sýninguna, og var þeim einnig vel tekið. Áður en jeg lýk við skýrslu þessa um sýninguna, verð jeg að minnast lítið eitt á afskifti vor íslendinga af henni. Jeg gal þess áður, að 5 menn hjer liefðu sýnt ís- tenskar afurðir (og veiðarfæri), og mintist dálítið á sýning hvers einstaks. 6. mað- urinn (Bjarni Þorkelsson, skipasmiður) ætlaði að sýna þar fiskibát með rá og reiða, en hann fjekk ekki komið bátnum (frá Eyrarbakka). Þetta var öll þálttaka vor í sýningunni. Þessir menn sýndu allir pi'ívat og hver í sínu lagi, og engin opin- ber (ofílciel) þátttaka var í sýningunni af vorri hálfu. íslandi var því heldur ekki ætlaður neinn sjerstakur staður á sýning- unni, og því var heldur eiginlega ekki um neina í s 1 e n s k a deild að ræða. Jeg býst við því, að orsökin til þess að þátttakan var ekki meiri af vorri hálfu, en þetta, hafi fyrst og fremst verið sú, að undii'búningstiminn var eigi eins mikill og nauðsynlegt liefði verið. Til þess að þáll- takan hefði getað orðið veruleg og í nafni alls landsins, þá hefði orðið nauðsynlegl að fá fjárstyrk frá alþingi, en því miður var það ógerlegt, úr því að síðasta fjárlaga- þing var háð svo löngu á undan (1911).

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.