Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1912, Qupperneq 12

Ægir - 01.10.1912, Qupperneq 12
120 æ. g i r og verkað á Skotlandi, en 10 árum áður aðeins 2000 smálestir. Svipað’hlutfall er á Englandi, svo það gerir nú minst 12000 smálestir sem verkað er þar af saltfiski í báðum löndunum, og þessi upphæð liækkar allaf ár frá ári. Menn hjeldu lengi vel að Bretland yrði aldrei hættulegur keppinautur á þessu sviði, þeir hjeldu sjer við sinn nýja íisk, og vöntun á fjörugrjóti og of miklar þok- ur og súldin mundu banna viðleitni í þá átt; en það hefur sýnt sig að slíkt varð í reyndinni öðruvísi. Nú er fiskurinn þurlc- aður á flalneskjum og valllendis sljettum sem eru útbúnar þannig að trjegrindur og smáriðin net eru þanin út og höfð fyrir þurkreili, þar að auki er mjög mikið þurk- að í húsum við ofnhita. Með tilliti til flskþurksins er það auðvilað að sól og vindþurkun verður ávalt hin besta. það þekkja allir að er svo gotl að lengra verður tæplega hægt að komast. En það eru þeir annmarkar á þeirri þurk- unaraðferð sem mjög svo hindrar fram- leiðsluna og það er veðráttan, og af því árstíðir eru svo hreytilegar þá er svo slutl- ur tími til þurkunar, en mikið berst venju- lega að, og' meira og meira með ári hverju eftir seinni tíina fullkomnari veiðiáhöldum. Það getur engum dulist að happadrýgst yrði það ef hægt væri að þurka og fram- leiða á markaðinn jafnt, alt árið, bæði sumar og vetur, og eins og nú er ástatt eru engin önnur ráð fyrir hendi til þess að koma því til leiðar en að húsþurka með hitavjelum eflir því sem liægt er. Jeg segi aðeins að nokkru leyti, lil þess að sýna það, að sú aðferð getur þó aldrei orðið framkvæmd á annan hátt en þann, að halda áfram með það sem ekki var hægt að þurka meðan veðrátta leyfði. Þannig er það orðið hjá Bretum að þeir þurka og selja daglega árið yfir, og með því móti eru þeir ekki undirorpnir neinum stór- breytingum á fiskmarkaðinum, heldur halda honum í jafnvægi, og ná altaf dag- lega hæsta verði, hvort heldur er um miðj- an vetur eða sumar. Þurkun við ofnliifa. Það eru margar aðferðir við húsþurkun á fiski. Það er hægl að þurka í stórum stíl með tiltölulega ódýrum áhöldum. Ofl- ast er þurkað við hita framleiddan með gufu, einníg er þurkaður fiskur með því að gera loftið í húsiuu rakalaust með þar til húnum áhöldum. Ennfremur er þurk- að með þvi að kynda »kokes« i ofnum. Það sem jeg vil leyfa rnjer að minnasl frekast á, er hin síðast nefnda aðferð við íiskþurkun, því hún er einföldust og ódýr- ust, og það er mjög mikið spursmál hvorl það er ekki liin langbesta þurkunaraðferð sem hægt er að fá. Einn af kunningjum minuna sem þurk- ar mjög mikinn fisk bæði á Skotlandi og írlandi hefur sagt við mig á þessa leið: Að mínu áliti getur ekkert jafnast á við fiskþurkun með »kokes«, það er að segja, ef það er gert með nógu mikilli vandvirki og nákvæmni, og livað viðvíkur því að þurka fisk hjer í Noregi, þá vil jeg ætla að sú aðferð sje hin lang heppilegasta. Gufuþurkun er alls ekki góð, það er sann- anlegt að þar sein slík þurkun hefur verið viðhöfð, hefur hún reynst ófullkomin og viðasl hvar tekin burt aftur og »kokes»ofnar settir í staðinn. »Kokes«-þurkun er og verðnr enn sem komið er hin besta. Eðli- lega getur slík þurkun ekki jafnast við sól- þurk á fiski, en sú aðferð gerir fiskinn líkastan sólþurkuðum og þar af leiðandi hestan. Ofnþurkun hefur afar mikla þýðingu fyrir keppinauta okkar bæði í Ameriku og hjer i álfunni. Fiskur frá Kanada er þurkaður í stórum stíl á þennan liátt. í Halifax er bæði viðhöfð sólþurkun og ofnþurkun til

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.