Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1912, Qupperneq 13

Ægir - 01.10.1912, Qupperneq 13
ÆGIR 121 þess að fiskurinn verði seni harðastur og þoli sem best hitann. Útflutningur á fiski lijeðan hefur enn sem komið er mest geng- ið innan Evrópu, og þó getur maður ekki sagt að allir mögulegleikar í þá átt sjeu hjer vel notaðir. Labradorfiskur sem mik- ið er notaður af mörgum verslunarhúsum við Miðjarðarhafið er lítið þektur hjer. Og utan Evrópu er fiskur lijeðan alt of lítið þektur, liinn geysi mikli markaður sem Newfundnalandsfiskurinn hefur í Suður- og Mið-Ameríku, ætti að geta orðið okkur að meiri notum. Einkum ætti ár, eins og liið yfirstandandi að geta kvatt til slíkrar nýbreytni, þar sem fiskmergðin var mikil og langt framyfir venjulega, hefur getað meir en fullnægt eldri viðskiftakröfum á þeim stöð- um sem verslunin hefur að undanförnu verið rekin á, en auðvitað verður fiskur- inn, hvert sem hann er flultur, að gela fullnægt þeim kröfum sem kaupendur gera, hæði hjer í álfu og annarstaðar, og þess vegna er það áríðandi að kynnast því.jafn- framt sem nýir staðir eru fundnir. Panainaskurðurinn og fiskverslunin. Jeg vil í sambandi við þetta minnast á mögulegleikana fyrir verslunarviðskiftum sem Panamaskurðurinn mun koma til leið- ar að myndist í fiskversluninni. Strax og liann opnast, er nauðsynlegt að vera tilbúinn með fisksendingar til hinna Kat- ólsku ríkja sem byggja með ströndum Kyrraliafsins. Hin norska fiskverslun hefur aldrei fyrri liaft svo gott tækifæri til þess að mynda n^'ja verslunarstaði. Suður-ríkin liafa versl- unarumsetningu um 500 miljónir sterlings- pund sem á síðustu 15 árurn liefur aukisl urn helming. Slikt dæmi fyrirfinst hvergi utan Bandaríkjanna. Panamaskurðurinn mun því reynast ómetanlegur verslunar- bætir fyrir Evrópu, því að hin 12 fylki í Suður-Ameríku við strendur Kyrrahafsins, rnunu liafa meiri verslunarviðskifti við Ev- rópu en Norður-Ameríku. Frá Suðurhluta Mexikó til Magelhanssunds er strandlengj- ann 8000 mílur, sem hingað til hefur ver- ið mjög lítið notuð í verslunartilliti sem einkurn stafar af hinni ógurlega löngu leið. Með Panamaskurðinum kemst þessi strandlengja í beint samband við Evrópu, og vafalaust mun á skömmum tíma versl- un og iðnaður breytast á þessu svæði stór- kostlega og aukast og margfaldast á skömm- um tíma. Frá ströndinni eru nú bj'gðar járnbrautir á fleiri stöðum upp í landið og skipaferðir á íljótunum aukast að sama skapi svo að flutningskoslnaðurinn lækkar því að sama skapi. Saltfiskur sem áður var fluttur á hestum upp í sveitirnar verða nú fluttar með nýtísku tækjum. Járnbrautin yfir Andesfjöllin frá Argentínu til Chili hef- ur nú þegar mjög mikla flulninga og hinir ensku hlutliafar vonast eftir að fá marg- faldan ágóða af þeim samgöngufyrirtækj- um sem þeir eru viðriðnir þar vestra, eftir því sem tímar líða. Hvað viðvíkur fiskinum, þá er nauðsjm- legt fyrir okkur að vera tilbúna, og senda hann af stað sem fyrsl, svo livorki Kanada- eða Nýfundnalandsfiskur nái þar bjargfastri fótfestu hjá innbyggjurum. Og að öllu öðru leyti er nauðsynlegt að vera á vaðbergi og taka mögulegleikann þegar þeir gefast og lála ekkerl tækifæri ónotað, . sem hugsanlegt er að geti miðað til framþróunar og hagnaður fyrir fiski- menn og kaupmenn á öllu því sviði, sem alvinna og hagsmunir þeirra ná, því þá ej'kst Ijeð og það er all þeirra hluta sem gera skal.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.